Pistillinn sem gleymdist: Höldum í vonina

Selenski segir Putinn hafa unnið sigur, segir í frétt R.T. Líklega vegna þess að sá síðarnefndi mun hitta Trump í Alaska til að ræða málin. M.ö.o. það er sigur að hitta Trump!

Skjámynd 2025-08-10 074035Myndir sem sýna stöðuna eins og hún var nýlega, auk tveggja karla að spjalli!

Það er að mati þess sem þetta ritar, betra en ekki að þeir félagar hittist og ræði málin og eitt sinn var Alaska rússneskt, eða þangað til að blankur(?) rússneskur keisari seldi Bandaríkjunum það.

Vonandi kemur eitthvað gott út úr fundinum og ef það fer svo, þá er það vafalaust vegna þess að Zelensky verður ekki á staðnum, en ekki þrátt fyrir það.

Hann hefur lýst því yfir, að krafa Úkraína sé að Donbass verði allt lagt undir Úkraínu og Krímskagi líka!

Það er erfitt að sjá, að við þeim kröfum verði orðið en það má alltaf láta sig dreyma.

Íbúarnir á svæðinu kusu lausn frá úkraínskum yfirráðum og ef til vill væri réttara að segja:

Kusu að vera hluti af Rússlandi, frekar en að tilheyra Úkraínu, sem segir okkur, að ekki fóru tilburðir Úkraína til að sölsa undir sig svæðið, vel í íbúana á svæðinu.

Þeir sem nenna, geta kynnt sér hvað gekk á í austurhéruðum Úkraínu áður en Rússar ákváðu að grípa í taumana.

Það má gera ráð fyrir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að taka af hálfu Rússa að ráðast inn í landið, enda munum við eftir því að viðvaranir streymdu frá Rússlandi til Úkraínu, áður en gripið var til þess ráðs.

Á þær viðvaranir var ekki hlustað og því er svo komið, að Rússland er enn einu sinni í stríði.

Krímskaginn er eitt þeirra svæða sem deilt hefur verið um í aldir og hafa Tyrkir, Frakkar. Bretar og kannski fleiri, reynt sem þeir gátu til að sölsa skagann undir sig.

Það hefur stundum tekist og stundum ekki og vel getur verið að ritari gleymi einhverjum sem ættu að vera með í upptalningunni!

Hvað sem því líður, þá vonum við að forsetarnir tveir nái að ræða málin til lausnar og þó vonin sé dauf, þá eru orð til alls fyrst og oftast er betra að rætt sé saman um ágreiningsmál.

Eins og sjá má er þetta pistill sem ,,legið hefur í salti" og gleymst þar til nú!


Bloggfærslur 25. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband