Hin endanlega þöggun?

Fréttaveitan Al Jazeera segir frá drápum Ísraelshers á fréttamönnum stöðvarinnar.

Skjámynd 2025-08-11 063301Menn afla sér ekki vinsælda, með því að segja frá því sem er að gerast á Gaza og við munum t.d. eftir sænskri stúlku og félögum hennar sem ætluðu að færa sveltandi fólki á svæðinu mat.

Hún var ekki drepin og samkvæmt því sem fréttst hefur, ætlar hún og félagar hennar að reyna aftur.

Tilgangsleysi slíkra ferða er vitaskuld algjört og þó ekki, því viðbrögð Ísraela sýna að eitthvað er að fela en við vitum ekki hvað það er, því allir sem vita vilja, vita um hátterni hins ísraelska hers.

Hér verður því ekki haldið fram, að Hamasliðar séu til fyrirmyndar í sinni framgöngu en þeir hafa þó það til síns máls, að það er verið að ræna fólkið sem þeir berjast fyrir, landi sínu og lifibrauði og lífsafkomunni allri.

Trump hefur lausn á þessu eins og flestu öðru og að hans mati felst hin endanlega lausn í því, að hreinsa Gaza af öllum arabískum íbúum og koma þeim ,,eitthvað annað“, því þá verður hægt að breyta svæðinu í sólstrandarparadís fyrir vestræna og sólþyrsta, til að baða sig á.

Ekkert hefur fréttst af þessari ,,endanlegu lausn“ um talsverðan tíma og ef til vill hefur karlinn talið að hin ,,endanlega lausn“ fælist í því að hitta Putin og reyna að stilla til friðar á austur- evrópsku landsvæði.

Það ætlar hann að gera og ef til vill munu þær Þorgerður og Þórdís leggja þar hönd á friðarplóg.

Þær eru svo góðar í því!!


Bloggfærslur 11. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband