Stríð og trúmál

Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddi um stöðu trúmála á tímum ófriðar á 682c817f85f5402ec65ec165dögunum en eins og við vitum, þá er hægt að deila um trúmál eins og flest annað.

Hann lofaði því, að Rússar myndu ekki yfirgefa trúbræður sína í Úkraínu.

Ræðuna mun hann hafa flutt í rússneska utanríkisráðuneytinu s.l. þriðjudag og tileinkað hana þessu máli, þar sem hann fordæmdi Kív- verja fyrir að berjast gegn þeim sem tilheyrðu hinni úkraínsku rétttrúnaðarkirkju og sagði m.a.:

"Yfirvöld í Kænugarði hafa komið kirkjudeildinni á barm glötunar, kirkjur hennar eru haldlagðar, skemmdar og á þær ráðist, ásamt prestum og sóknarbörnum" og tilgreindi sérstaklega tilraunir Úkraínu til að ná stjórn á ,,Kiev Pechersk Lavra", sem hann sagði vera elsta klaustur landsins.

"Þessar aðgerðir eru framkvæmdar með samþykki og jafnvel stuðningi sumra Evrópulanda, þar sem draugar nýnasisma hafa skotið upp kollinum," sagði Lavrov. Og bætti við, að Rússar myndu ekki gleyma kirkjudeildinni fyrrnefndu og ekki heldur trúbræðrum sínum.

Á síðasta ári mun Zelensky hafa undirritað lög, sem heimila að bönnuð séu trúfélög tengd ríkisstjórnum, sem Kænugarður telur til "árásaraðila".

Zelensky mun hafa varið aðgerðirnar og haldið því fram að þær séu nauðsynlegar til að vernda ,,andlegt sjálfstæði" landsins í átökunum við Rússland!

Neðar verður tæplega komist og ritara rámar í gamlar fréttir af þessu.

Sameinuðu Þjóðirnar munu hafa lýst áhyggjum af stöðu trúfrelsis í Úkraínu, sérstaklega varðandi löggjöf, sem gerir þarlendum stjórnvöldum kleyft að beina spjótum sínum að kirkjudeildum.

Ljótt er ef satt er og stutt er í forneskjuna, ef trúmálin eru farin að ráða för!


Bloggfærslur 23. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband