Stúlkan sem sækir vatnið

CNN segir frá því í grein með mörgum myndum og myndskeiðum, hvernig m.a. ung stúlka berst fyrir lífi sínu og sinna.

Skjámynd 2025-05-21 061704Hún er 12 ára og tókst að komast yfir vatn.

Hörmungunum á Gaza verður vart með orðum lýst en í þessari átakanlegu frásögn getum við færst nær því, að sjá og skilja veruleikann sem við fólkinu blasir.

Það vaknar að morgni og lifir(?) af daginn, við einhver þau ömurlegustu lífsskilyrði sem hægt er að hugsa sér.

Útrýmingarherferðin er hlífðarlaus og gengur út á að eyða byggðinni og flæma fólkið á brott og ef það tekst ekki… að drepa það.

Karlar konur og börn, allt skal það á brott eða drepið til að Ísrael geti eignast landið og þeir eru ekki einir um þá hugmynd, því sjálfur forseti Bandaríkjanna stakk upp á henni, því honum sýndist sem svo, að hægt yrði að búa þarna til sælureit fyrir ríka og sólþyrsta.

Það er dálítið síðan hann stakk upp á þessu en ekkert bendir til þess, að hann hafi skipt um skoðun en hann er búinn að vera upptekinn í öðru eins og við vitum.

Ritari hvetur lesendur til að skoða frásögnina sem hægt er að nálgast á tenglinum sem er bæði hér og í upphafi þessara skrifa.

Við sjáum alla vega hvernig litla gyðingaríkið hrindir í framkvæmd hugmyndum húsbóndans í ríkinu stóra, ríka og volduga.

Og við munum að þar eru þeir og þær, sem segja frá því sem er að gerast og þökk sé öllu því fólki sem leggur sig í hættu til að heimurinn fái að vita hvað er að gerast, m.a. í boði bandarískra stjórnvalda.


Bloggfærslur 22. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband