28.4.2025 | 07:51
Franskan forsætisráðherra langar að vera þriðja hjól undir vagni
Við getum lesið á Russya today um frekar neyðarlega uppákomu sem varð í Róm þegar stórmenni heimsins, mættu til að vera við útför páfans.
Að sögn miðilsins, var Macron hinn franski, að reyna að blanda sér inn í einkaspjall Trumps og Zelenskys.
Varalesarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Trump hafi ekki verið sérstaklega upprifinn yfir afskiptasemi hins franska forsætisráðherra.
Við sjáum, að Macron heldur hönd sinni á öxl vinar síns Zelensky og að Trump horfir brúnaþungur á Macron.
Svo fór að fækkað var stólum o.s.frv. og í sama miðli getum við séð, að svo fór að lokum, að Trump og Zelensky gátu setið einir að spjalli án afskipta hins franska Zelensky- vinar.
Myndirnar tvær segja okkur dálítið og ljóst má vera að Trump er mátulega ánægður með afskiptasemi hins franska forsætisráðherra.
,,Emmanuel Macron Frakklandsforseti var settur til hliðar þegar Donald Trump og Vladimir Zelensky hittust fyrir jarðarför Frans páfa á laugardag. Upptökur frá Vatíkaninu sýndu að hann var skilinn eftir útundan þrátt fyrir væntingar úkraínska leiðtogans um að hann myndi styðja við hann."
Segir m.a. í frásöginni og gera má ráð fyrir að mörgum sem fylgdust með uppákomunni hafi verið skemmt.
Við gerum ráð fyrir að Macron sé komin til síns heima og að hann sé búinn að jafna sig!