Fuglar og menn

Tveir fuglar stinga saman nefjum og velta fyrir sér tilverunni. Mannlífið er þeim talsvert hugleikið og þeir sjá margskonar samsvörun milli manna og dýra.

Skjámynd 2025-03-04 065601 Heyrðu félagi, hefurðu fylgst með Morgunblaðinu frá því fyrir og eftir kosningarnar?

Nei, kannski ekki nógu vel til þess að ég geti haft eitthvað sem máli skiptir eftir, en þú?

Jú, jú, blessaður vertu, nú eru þeir orðnir svo róttækir að gamli Þjóðviljinn sem var, er sem hreinn hégómi í þeim samanburði.

Rétt hjá þér og vilja allt bæta, betra og laga, er það ekki?

Jú, nú má t.d. ekki taka við peningum úr ríkissjóði nema vera til þess sérstaklega skráður, veginn og réttmætur metinn.

Rétt er það og batnandi mönnum er best að lifa er það ekki?

Jú, jú og nú skal allt vera rétt gert, en ég hef áhyggjur af einu.

Hvað er það gamli, góði vinur? Þú ert ekki vanur að láta áhyggjurnar þjaka þig, hvað er að?

Það er þetta með vináttuna sem ég er að hugsa um þ.e.a.s. af hverju eru bestu vinir allt í einu orðnir verstu vinir og öfugt?

Hvað áttu við með því?

Nú eru Bandaríkjamenn ekki lengur vinir okkar og það þykir mér dálítið leitt.

Blessaður vertu ekki að láta það þjaka þig og þyngja hugann, Úkraínar eru komnir í staðinn og þeir eru miklu betri!

Er það af því að þeir eru í stríði við Rússa?

Já, þannig er það nú, að maður skiptir um föt þegar hentar.

En vinir eru ekki föt!

Rétt hjá þér, þeir eru ekki föt en sé maður sjálfstæðis, þá skiptir maður um vini til að vera ferskur.

Skjámynd 2025-03-05 055318Er það eins með hina flokkana?

Já, já, þú sérð t.d. Samfylkinguna, hún er núna komin í lið með Úkraínum og nýnasistunum þar og kann sér ekki læti og það svo, að gamli utanríkisráðherrann er sem hreinræktaður kommi í þeim samanburði.

Satt segirðu, hún er skrýtin tík þessi pólitík!


Bloggfærslur 5. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband