28.3.2025 | 07:35
Leitað að friði, eða er verið að skoða heiminn?
Á miðlinum Russya Today, sem birtur er á ensku, er sagt frá stöðu mála og farið lítillega yfir það sem verið hefur að gerast af hálfu forseta Bandaríkjanna til að koma á friði milli Rússlands og Úkraínu.
Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að þegar Rússar vilja frið og Bandaríkjamenn vilja það sama, þá endist ófriðaröflum ekki lengi örendið í baráttunni fyrir ófriði.
En að öðru, Silfrið á Rúv var á dagskrá nýlega þar sem saman komu til skrafs og ráðagerða fulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Pírata, en á undan þættinum var rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.
Það segir sína sögu um stöðuna í íslenskri pólitík, að ekki þótti taka því að hafa fulltrúa Framsóknar við borðið, enda flokkurinn búinn að klúðra sínum málum eftirminnilega svo sem sást af útkomunni í síðustu alþingiskosningum.
Svo Viðreisn sé ekki gleymt, þá má minna á, að í Heimildinni er viðtal við utanríkisráðherra íslensku þjóðarinnar en eins og kunnugt er þá er hún í miklum hervæðingarhug.
Fyrrverandi Framsóknarmaður og núverandi formaður Miðflokksins taldi sig flest vita, greip í hönd sessunautar til að koma honum (sem reyndar var hún!), í skilning um að nú þyrfti hann að koma sínum skoðunum að og það strax!
Samræðurnar voru að öðru leiti málefnalegar.
Því má svo við þetta bæta, að á BBC er frásögn af heimsókn Putin og félaga til Murmansk, frásögn sem vert er að lesa og hugleiða.