Að tapa getur verið erfitt

Það var kosið til Alþingis og landslagið breyttist og við það þarf þjóðin að búa og pólitíkusarnir líka.

Við höfum séð teikn um, að það sé a.m.k. sumum erfitt.

Skjámynd 2025-03-23 061335Teiknari Morgunblaðsins tekur ýmislegt fyrir og hittir oft naglann á höfuðið.

Eitt og annað vekur athygli þessa dagana, bæði innlent og erlent en það innlenda hefur gripið ritara einna mest. 

Kona sem var ráðherra varð skotinn í strák fyrir um hálfum fjórða áratug og eins og flestir vita hefur fátt annað verið meira í fréttum en það, eftir að málið opinberaðist. 

Fátt er eðlilegra en að ástin grípi ungmennin og það er í raun ekki umræðuvert. 

Ef það gerðist ekki, hvernig færi þá? 

Knúsið og huggulegheitin urðu til þess að til varð barn sem vonandi hefur ekki beðið skaða af allri þeirri umræðu sem orðin er. 

Að ástin hlaupi í unglingana ætti ekki að vera fréttaefni, en það væri sannarlega fréttaefni ef það gerðist ekki! 

Hér verður ekki eytt fleiri orðum að þessu máli en við skulum vona að þeir sem lent hafa á milli tannanna á fólki beri ekki skaða af.

,,Aðgát skal höfð í nærveru sálar” og við skulum hafa það í huga og vona að þeir sem til umræðu hafa verið, hafi ekki beðið tjón á sálu sinni. 

Vonum líka að hinir föllnu og særðu eftir síðustu kosningar til Alþingis fara að jafna sig, líta í eigin barm og finni að lokum skýringar á því hvers vegna kosningarnar fóru svo sem raun varð á. 

Það var einfaldlega þannig að meirihluti þjóðarinnar var búinn að fá nóg af stjórnleysi og óreiðu og því var það, að kjósendur vörðu atkvæðum sínum svo sem sást eftir braskennda talningu atkvæða. 

Að rjúka til og slíta stjórnarsamstarfi, sem ekkert samstarf var - utan frá séð - var rétt ákvörðun sem reyndar hefði þurft að taka miklu fyrr. 

Við vitum hvað kemur út  úr því að leggja saman tvær jafnar tölur þar sem eru önnur er plús og hin er mínus. 

Ríkisstjórn sem ekki er annað en núll, á að pakka saman og víkja og leyfa þjóðinni að velja eitthvað nýtt. 

Þjóðin gerði það og framsóknar- íhaldið sem sumir kalla svo, þurfti að taka pokann sinn og hverfa til innhverfrar íhugunar. 

Þau er ekki enn komin þangað eða þaðan en það kemur vonandi að því, því það er engum hollt að sökkva sér í afneitun og leiðindi líkt  og við höfum orðið vitni að síðan þjóðin kvað upp úrskurð sinn. 

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að endurnýja forustu sína en hinn hægvirki Framsóknarflokkur, tvístígur enn og japlar á niðurstöðunni og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.

Annar er vinstra megin og hinn hægra megin og það hefur alltaf vafist fyrir þeim.

Sem eru reyndar alls ekki ný tíðindi!


Bloggfærslur 23. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband