Tollar og minningar

Það er ekki djúpt í árinni tekið að segja sem svo, að Trump hafi ruggað bátnum frá því hann tók við embætti.

Í Wall Streat Journal er fjallað aðeins um stöðu efnahagsmálanna í Bandaríkjunum í grein, þar sem lagt er út frá aðgerðum hins nýja forseta í þeim málum.

Eins og við vitum flest, hafa tollar verið hækkaðir í Bandaríkjunum og það hefur kallað á viðbrögð þeirra ríkja sem fyrir hækkunum hafa orðið.

Svo við höldum okkur við sjómannamálið, þá er sjaldan ein báran stök, og við sem staðið höfum í fjöruborðinu vitum líka að sjórinn í öldunni sem fellur á ströndina, sogast aftur út.

Ríkin sem orðið hafa fyrir tollahækkununum svara til baka með sínum aðgerðum og þannig koll af kolli.

Skjámynd 2025-03-11 073651Trump telur sig vera að berjast fyrir efnahag Bandaríkjanna og vel getur verið að það sem hann er að gera, hafi áhrif í þá átt til skamms tíma litið.

Það er margt gott sem kemur frá Bandaríkjunum en í seinni tíð hefur ritari snúið sér annað.

Sú var tíð að fátt þótti betra, glæsilegra og meira heillandi en stórir bandarískir bílflekar sem komu hingað til lands útjaskaðir og útlifaðir leigubílar frá USA, sem voru löngu búnir að skila sínu og máttu illa við því að ljúka ferlinum á íslenskum vegleysum.

Bandaríkjamenn voru alls ekki búnir að gefast upp og settu á markað diesel fólksbíla t.d. Oldsmobil, sem reyndust þannig á íslenskum vegum að sorglegt er frá að segja.

Seinna kom í ljós að fleiri höfðu orðið fyrir alvarlegum skaða af kaupum á þessum flekum og t.d. hitti ritari eitt sinn leigubílstjóra í Rotterdam sem sagði hryllingssögur af útreið þarlendra af þessari ,,eðal" framleiðslu.

Allt er þetta liðið og ef til vill hefur ,,Eyjólfur hressts", en undirritaður hefur haldið sig við evrópsk og japönsk fjórhjóla- farartæki eftir þessa reynslu.

Það skal tekið fram að þegar talað er um evrópska framleiðslu, þá er ekki átt við breska, því reynslan af henni var ekki ósvipuð þeirri fyrrtöldu, auk þess sem breskur ,,glæsileiki" er ekki fyrir alla!

Að þessu sögðu, þá er gott að koma til Bretlands og Skotlands og reyndar Bandaríkjanna líka.

Hjá þeim síðarnefndu var það fólkið á götunni sem reyndist vel á þeim litla landskika sem sóttur var heim af undirrituðum.


Bloggfærslur 11. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband