10.2.2025 | 08:45
Borg er ekki sveit og sveit er ekki borg
Samstarfið í höfuðborginni sem entist ekki eftir að það var komið í hendur Framsóknar.
Það sem sumir reiknuðu með að gæti gerst, hefur gerst.
Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri, sýndi hvað í hann er spunnið þann tíma sem hann hélt utan um meirihlutasamstarfið í Reykjavík.
Sýndi að hann réði við verkefnið og að hægt væri að fá fólk úr ýmsum áttum til að vinna saman.
Það þarf sterk bein til að halda saman meirihluta ólíkra stjórnmálaafla og Dagur B. Eggertsson sýndi með störfum sínum að hann býr yfir hæfileikum til að halda mönnum saman, greina kjarnann frá hisminu og láta heildarhagsmuni ganga fyrir sérhagsmunum.
Framsóknarmaðurinn sem tók við, virðist ekki ráða við verkefnið og því fór svo að stjórnarmeirihlutinn í Reykjavíkurborg er sprunginn.
Unnið að því að koma saman nýjum meirihluta sem skv. nýjustu fréttum gengur ekki vel.
Sagt er frá því að fátið sé slíkt að komið hafi fyrir, að menn hafi ekki getað komið sér saman um hve margir kjörnir fulltrúar sitji í borgarstjórninni og þ.a.l. enn síður um hve marga kjörna fulltrúa þurfi til að mynda meirihluta!
Ritari hefur fylgst með Reykjavík síðan hann var ungmenni og annan eins vandræðagang varðandi stjórn borgarinnar og nú er minnist hann ekki að hafa orðið vitni að, nema ef vera kynni í tíð borgarstjóra, sem eitt sinn var í boði Sjálfstæðisflokksins og að hann minnir, eftir að Jón nokkur Gnarr steig af sviðinu.
Það er reyndar ekki við því að búast að flokkur sem í grunninn er flokkur sveitanna og þess framsóknar- íhalds, sem ríkt hefur í málefnum þeirra, hafi grunnfærni til að stjórna borgarsamfélagi.
Um langt skeið var það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði Reykjavík og sú ,,stjórn gekk aðallega út á að mylja undir ,,rétta og úthluta t.d. lóðum til þeirra sem veifað gátu flokksaðild í Flokknum.
Hverfi hér og annað þar, var aðferðin og eins og komið hefur fram hjá fyrrverandi fulltrúum Flokksins en aðalatriðið var þó það, að hafa skýrteini í Sjálfstæðisflokknum við höndina, þegar sótt var um lóðir.
Því hefur verið breytt og hefur það ekki farið fram hjá þeim sem fylgst hafa með hve það hefur farið í taugarnar á Sjálfstæðismönnum.
Því það sem kallað hefur verið ,,þétting byggðar hentar þeim ekki, enda augljóslega hagkvæm og skynsamleg stefna!
Hvernig það getur verið eftirsóknarvert og hagkvæmt að byggja eitt hverfi hér og annað þar er ekki augljóst, enda fór það svo að Sjálfstæðismennirnir í höll sinni við Bolholt, sáu hagkvæmnina í því, að byggja meira á lóð sinni og þétta með því byggðina!
Svona geta bestu menn snúið við blaðinu þegar þeim hentar, eða eins og segir í slagaranum ,,bara ef það hentar mér.
Það kemur í hlut nýrra vanda að sópa upp framsóknar- klúðrið og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig það gengur, klúður sem er tilkomið vegna trjágróðurs, sem þarf að fjarlægja.
Vegna flugvallarómyndarinnar í Vatnsmýrinni!
Við viljum, væntanlega flest, höfuðborg þjóðarinnar alls hins besta.
Það gerði borgarstjórinn sem var næst á undan þeim Einari, sem nú stefnir Framsóknarflokknum í enn meiri einsemd en áður var.
Þjóðin fylgist furðu losti með vandræðaganginum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)