Forseti í vanda

Skjámynd 2025-10-07 215931Macron forseti Frakklands á ekki sjö dagana sæla og eftir að hafa verið til umræðu vegna ýmissa mála, annarra en þeirra sem frönsk eru, er svo komið að að karlinn er kominn í vanda og frá því er sagt m.a. í The Guardian.

Hann var endurkjörinn í apríl 2022 til fimm ára, en frá skyndikosningum, sem haldnar voru árið 2024, hafa skipaðir forsætisráðherrar hans ekki getað kallað saman þingmeirihluta til að samþykkja fjárlög.

Það er von að karlinn sé dapur og hugsandi á myndinni sem Skjámynd 2025-10-08 081145fylgir grein The Guardian en hvort honum er vorkunn er hreint ekki víst.

Greinin sem vísað er til er vel þess virði að lesa hana en að sinni verður ekki kafað dýpra á þessum vettvangi í hana.

Í forystugrein Morgunblaðsins er fjallað um neyðina sem blasir við Frökkum og hún kölluð ,,Macron".

Í blaðinu er Ferdinand að venju og hann hefur hugsun á að setja á sig björgunarhring áður en hann leggur í vafasaman leiðangur.

Punkturinn yfir i- ið er svo mynd úr sama blaði sem fellur ágætlega inn í þessa umræðu:

Kostirnir eru tveir og hvorugur góður að mati Macrons, að því er gera má ráð fyrir en hans er valið!


Bloggfærslur 8. október 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband