Vindorka eða vatnsorka

Í grein undir yfirskriftinni ,,Vindurinn – Ekki sjálfgefinn“ í Heimildinni eftir Ara Trausta Guðmundsson er fjallað um vindorkuver og vatnsaflsvirkjanir og hvernig þessi mismunandi orkuver vinni saman, eða réttara sagt vinni ekki saman.

Skjámynd 2024-11-15 062012Ef rétt er skilið, telur höfundur greinarinnar, að vindorkuverin þurfi vatnsorkuverin til að brúa bilið þegar vindinn skorti og því þurfi það sem hann kallar réttilega ,,jöfnunarafl” og ef rétt er skilið, þá telur hann, að þar muni vatnsaflsorkuverin koma til með taka við orkuþörfinni.

Sá sem þetta ritar telur að snúa megi dæminu við og segja sem svo, að þegar vindorkuverin fái næga orku þá geti vatnsaflsorkuverin dregið úr sinni framleiðslu og safnað í lónin vatni til að nota síðan til að framleiða orku þegar vindinn skorti, þ.e.a.s. að þessar orkuöflunaraðferðir komi til með að styðja hver við aðra.

Vatnsaflið er ekki stöðug auðlind og það er vindurinn ekki heldur en þessar orkuöflunaraðferðir geta vel unnið saman og tryggt betur orkuöflun.

Við vitum að það koma mismunandi góð ,,vatnsár” og við vitum jafnvel enn betur, að ekki er treystandi á að vindurinn sé alltaf til staðar og þó okkur þyki lognið gott, þá er það ekki gott fyrir vindmyllurnar því það dregur úr orkuöflun þeirra og sé lognið algjört, sem sjaldan gerist hjá okkur, þá stöðvast vindmyllurnar og þá reynir á aðra orkugjafa sem þurfa að koma í staðinn!

Skjámynd 2024-11-15 061908Hins vegar er það, að þegar vindmyllurnar skila miklu geta orkuver sem nýta sér fallvötnin dregið úr sinni framleiðslu og safnað vatni í uppistöðulónin.

Það er því ástæðulaust að stilla þessum orkuöflunaraðferðum upp sem andstæðum.

Bæði vindorka og vatnsorka eru ,,hreinir” orkugjafar samkvæmt þessu og engin ástæða til að stilla þeim upp hvorum gegn öðrum.

Þegar farið er um heiminn má víða sjá vindmyllur sem reistar hafa verið til orkuöflunar og við getum treyst því að það er verið að gera það til að afla orku og að orka sem þannig fæst, minnkar álagið á önnur orkuver ef eitthvað er.

Við skulum því skoða þetta sem samstarf sem skilar góðu vegna þess að aðferðirnar styðja hver við aðra.


Bloggfærslur 15. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband