Litið yfir stjórnarslit og fl.

Nýr forseti er vart tekinn við embætti þegar hann fær yfir sig stjórnarslit og boðun til alþingiskosninga og við skulum ekki taka þessa fyrirsögn Skjámynd 2024-10-15 101750Morgunblaðsins allt og bókstaflega.

Fjölmiðlarnir hafa frá nógu að segja vegna þessa en líklega hefur Sjónvarp Ríkisútvarpsins náð því að toppa uppákomuna með ógnarlöngum þætti sínum um málið í gærkvöldi (14/10/2024).

Við kíkjum upp úr holunni okkar með hálfum huga, tilbúin til að hrökkvar til baka og vonum að selurinn verði ekki barinn með bókinni sem haldið er á lofti og okkur léttir við að sjá hversu ánægður Skjámynd 2024-10-15 104646Bjarni virðist vera á fundinum með forsetanum.

Öðruvísi var að sjá til hans í ógnarlöngum spjallþætti Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi, þar sem hann virtist vera reiður til að byrja með en allt jafnaði það sig er á leið.

Eins og venjulega höfðu þar annars hæst þau sem minnst höfðu til málanna að leggja og það var næstum pínlegt að sjá formann Miðflokksins í hlutverki sem mun hafa átt að vera hlutverk grínarans.

Formaður Flokks fólksins sem svo er kallaður, sagði mikið en samt fátt og var það allt samkvæmt venju.

Viðreisnarfulltrúinn í þættinum virtist vera ánægður og minnti helst á leikskólakennara sem fylgist með án þess að gera neitt.

Vinstrigræni formaðurinn var sem úr honum væri allur vindur og var í raun sem felmtri sleginn og minnti á, að samkvæmt skoðanakönnunum, væri allt pólitískt brölt í þátíð hjá þeim.

Framsóknarráðherrann sem á fundinum var hélt ró sinni eftir því sem best varð séð og það sama má segja um formann Samfylkingarinnar og við vitum að Kristrún kann að leggja saman og draga frá, deila margfalda og heilda og örugglega ýmsar fleiri reikniskúnstir.

Því er það að þjóðin veðjar einna helst á þann flokk, enda vel meinandi og skipaður mörgu góðu fólki.

Að því sögðu er rétt að taka það fram að vafalaust er svo með nær allt það fólk sem þarna var þátttakendur, að það meinar eflaust vel en skortir sumt kannski yfirsýn, reynslu, innsæi, raunsæi og þekkingu.

Sé svo, þá er gott að leita til þeirra sem betur búa, leita ráða og bera sig saman, þá kemur þetta allt og enginn er verri þó hann horfist í augu við veikleika sína og bæti þá upp með aðfenginni aðstoð.

Mistök og flumbrugangur í stjórn heillar þjóðar geta haft alvarlegar afleiðingar eins og sagan sýnir og þá er ekki eingöngu átt við löngu liðinn tíma, heldur og ekki síður þann tíma sem við lifum á nú um stundir.


Bloggfærslur 20. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband