Úr ýmsum áttum og munum eftir bensíninu!

Sumt er svo fallegt að það má ekki týnast og svo er um þessa mynd sem Skjámynd 2024-03-12 064033einhverntímann var tekin af einhverjum ef svo má segja, því ritari stendur á gati um hvernig hún komst í safn hans!

Um aðrar myndir gegnir öðru máli, en gaman væri að fá sendan fróðleik um myndina sem hér er.

Allt er ljósara með þá sem hér er, því hún er tekin af Urriðafossvegi og það Skjámynd 2024-07-01 055936er brúin yfir Þjórsá sem sést í fjarlægð.

Við víkjum okkur að allt öðru, því á dögunum var sagt frá því að svokallaðar hleðslustöðvar önnuðu ekki eftirspurn rafbílaeigenda.

Rafbílar eru þeirrar náttúru, að ekki er hægt að komast nema frekar takmarkaðar vegalengdir án þess að stinga bílunum í samband við rafmagn til að hlaða þá að nýju.

Skjámynd 2024-07-15 054441Á tjaldstæðum hefur að sögn, sést til manna hlaða bíla sína með bensínknúnum rafstöðvum, sem þeir flytja með sér og sé það rétt, þá er umhverfisvænskan farin að bíta í skottið á sér!

Undirritaður hefur séð það einu sinni en að það sé almennt verður ekki fullyrt, en eitt sinn þegar hann átti leið norður í land voru öll hleðslustæði upptekin við skálann í Hrútafirði og kaffistofan full að fólki sem var að bíða eftir því að komast lengra á rafbílum sínum.

Það sat þar með rafglampa(?) í augum og vonaði að til væri nóg af kaffi á staðnum til að halda því vakandi til næsta áfangastaðar!

Nú berast fréttir af að svokallaðar hleðslustöðvar anni ekki eftirspurn rafbílaeigenda og bætist það við annan vanda þeirra sem bílana eiga og ef til vill, er lausnin sem sást á tjaldstæðinu ekki eins fráleit og virtist í fyrstu.

Muna bara að taka með sér bensín!


Bloggfærslur 2. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband