Endurvinnsla og hagsmunir

Það eru margir að vinna góð verk, sem eru hagkvæm, bæði fyrir land og þjóð og í Hveragerði er, svo dæmi sé tekið, fyrirtæki sem hefur unnið að því að þróa aðferðir til að geta endurunnið plast sem notað er m.a. til að pakka inn heyi og gera það nothæft að nýju.

Rúlluplast er flutt inn í stórum stíl, enda frábært efni t.d. til að nota utan um hey til að verja það fyrir skemmdum og vernda í því ferskleikann.

Þeir sem eru að vinna að endurvinnslu þess, stuðla að því að koma í veg fyrir sóun á verðmætu hráefni og minnka mengun svo um munar.

Skjámynd 2024-02-25 082840Alifuglabændur komu saman á dögunum til að ræða sín mál og eins og kemur fram í fréttinni, að standa í ístaðinu varðandi óraunhæfar kröfur sem koma að mestu frá Evrópu.

Kröfur sem ætlast er til að evrópskir bændur, en þó ekki allir, uppfylli hvað sem það kostar og algjörlega burtséð frá því, hvort það er nokkrum til gagns, nema þá ef vera kynni þeim sem lána fé til uppbyggingar og framkvæmda.

Kröfurnar eru meiri til íslenskra bænda t.d. hvað varðar þéttleika í húsum, en þeirra erlendu og eins og allir vita sem byggt hafa, hvort sem það er yfir sig eða eitthvað annað, þá kosta byggingar peninga.

Framhjá slíku horfa einkavinir alls sem heita hefur, gera aðeins kröfurnar og þá algjörlega án þess að tillit sé tekið til þess, hvort þær séu einhverjum til gagns, hvort heldur sem um er að ræða fólk eða fénað, náttúru eða tilveru yfirleitt.

Eitt af frægustu dæmum af flumbrugangi blýantsnagara er þegar Mette nokkur í Danmörku, rauk til - eflaust að ráðum valinkunnra sérfræðinga - og náði því fram að minkastofninn í því ágæta landi var drepinn og grafinn, án þess að nokkur rök væru fyrir því færð fram sem mark var á takandi.

Flumbrugangurinn var slíkur, að minkar þessir gengu síðan aftur, með frekar sérstökum og ógeðfelldum hætti, því þeir risu upp úr gröfum sínum, öllum sem vitni urðu að, til hrellingar og hremmingar, því lyktin af hinum niðurgröfnu dýrum var ekki sérlega góð, eftir þetta sérkennilega framtak hinnar dragtklæddu konu og félaga hennar.

Við skulum vona, að ekki verði gengið jafn langt í brjálæði líku þessu hér hjá okkur á Íslandi en sérkennilegt er, að verið sé, að gera ítarlegar og stundum vanhugsaðar kröfur til fólksins sem er út á örkinni.

Kröfur sem síðan kemur í ljós, að ekki eru gerðar, þegar spámennirnir á Alþingi snúa sér að því, að grafa undan innlendri framleiðslu með innflutningi frá löndum, þar sem litlar sem engar reglur gilda hvort heldur er til mannlífs eða húsdýralífs.

Þá gildir það eitt sem orðað hefur verið sem svo: Bara þegar það hentar mér!

Evrópskir bændur hafa risið upp í hverju landinu af öðru til varnar gegn rugli jakkafataklæddra möppudýra, sem allt telja sig vita, en reynast síðan fátt vita, um þau mál sem þau eru að fara með.

Hvernig þau mál fara er ekki útséð með, en fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu.


Macron fékk málæði

Það hefur verið í fréttum, að forseti Frakklands útilokaði ekki að senda 2024-02-28 (17)franska hermenn til Úkraínu.

Umfjöllun um málið finnst á ýmsum miðlum svo sem The Guardian, Russya today og Morgunblaðinu.

Sjálfsagt mun umfjöllun finnast víðar og fram kemur að ,,sjálfboðaliðar" af ýmsu þjóðerni eru þegar til staðar í Úkraínu.

Sé það rétt eftir haft, að forseti Frakklands hafi haft orð á því að senda franska hermenn á ófriðarsvæðið, þá eru það nokkuð mikil tíðindi og aðgerð sem gæti haft alvarlegar afleiðingar.

Frakkar hafa um aldir látið sig dreyma um, að leggja Rússland undir sig, ýmist í heild sinni, en líka að hluta og sjálfsagt er það glámskyggni að reikna með, að þeir draumar séu úr sögunni.

Flestir munu kannast við innrás Napóleons inn í Rússland, sem endaði þannig að herjum hans tókst að komast til Moskvu og brenna hana nánast til grunna, en fundu þar lítið af fólki.

Að því loknu hundskuðust hann og liðsaflinn, heim á leið og komust til síns heima, það er að segja sumir, og óhætt er að segja að það voru ekki nema leifar af her sem komst að lokum til heim til sín.

Þannig hefur þetta gengið, að reynt hefur verið en ekki tekist, að sigrast á víðáttunni austur þar, af alls konar lýð og skemmst er að minnast innrásar Hitlershersins á síðustu öld.

Í þeim her var alls kyns mannskapur, frá ýmsum evrópskum löndum og þar á meðal Úkraínu.

Nú langar hinn makalausa Macron til að feta í fótspor forveranna, en hætt er við að endirinn yrði líkur fyrri slíkum leiðöngrum.

Rússland er eitt af kjarnorkuveldunum og gera má ráð fyrir að það myndi svara fyrir sig með hverju sem þyrfti, ef að því yrði sótt, af Atlantshafsbandalaginu (NATO) og að heimsbyggðin gæti orðið lengi að ná sér eftir hildarleik af því tagi.

Við skulum því vona að Macron og aðrir vestrænir leiðtogar nái áttum áður en þeir steypa tortímingarstyrjöld yfir heimsbyggðina.

Það er alls ekki víst að þeir sem hæst gaspra nú um stundir og hyggja á mikil stórræði, ríði feitasta hestinum heim frá slíkri viðureign.

Það er að segja, ef það þá fyndist handa þeim hross til að níðast á.


Í mörg horn að líta

Zelensky ,,vinur" okkar Íslendinga segir eitt og annað í viðtali við CNN.COM.

Skjámynd 2024-02-27 063800Það fyrsta er, að hann segir Trump ekki skilja Putin, vegna þess að hann hafi aldrei tekist á við hann.

Þarna skýst glöggum, því það er einmitt það sem Trump gerði á sínum tíma og báðir komu sælir og glaðir af þeim fundi!

Þá heldur hann því fram að Trump sé á móti Bandaríkjamönnum ef hann styðji ekki Úkraínu, sem eins og flestir munu vita, er kunnugleg Skjámynd 2024-02-27 063715og barnaleg einföldun sem stundum er sett fram í deilum milli t.d. barna: Ef þú ert ekki með mér, ertu á móti mér!

Trump hefur víst ekki viljað gefa það upp hvort hann vilji að Rússar eða Úkraínar vinni stríðið, sem gæti einfaldlega stafað af því að ólíklegt er, að Rússar tapi stríðinu.

Nema þá á þann hátt, að allir tapa í stríði og til þess hefðu menn átt að hugsa áður en Skjámynd 2024-02-27 063745efnt var til þess.

Gildir það ekki síst um Úkraína sem ekki gátu eða vildu, haft stjórn á því liði sem herjaði á Donbas frá Úkraínu.

Svo er að skilja á Zelensky, að til að kynnast mönnum, þurfi að takast á við þá.

Vel getur eitthvað verið til í því, en þó segir það ekki alla söguna, a.m.k. telur sá sem þetta ritar sig þekkja nokkuð marga án þess að hafa tekið við þá glímu af nokkru tagi!

Fram kemur að Zelensky heldur því fram að mannfall Úkraínu sé meira en helmingi minna en það sem Bandarísk yfirvöld telja það vera.

Engin leið er að sannreyna þessar fullyrðingar Zelenskys frekar en svo margar sem hann hefur sett fram en hitt er vist:

Að mannfallið og eyðileggingarnar eru hörmulegar og hefðu aldrei þurft að verða ef menn hefðu rætt sig til niðurstöðu um deilur sínar eins og menn.

Til þess að það hefði getað orðið, hefði þurft að horfast í augu við fyrirliggjandi staðreyndir og síðan, að vinna að lausnum út frá því sem þar kæmi fram.

Það var því miður ekki gert, skaðinn er því orðinn og þá verða menn að horfast í augu við það eins og það er og vinna út frá því. Nema að ætlunin sé að hjakka í stríðsfarinu út í það óendanlega, sem varla er hægt að ætla nokkrum manni að vilja.

Sagan sýnir að það er auðveldara að hefja styrjaldir en að ljúka þeim og því er best að reyna allar aðrar leiðir áður en farið er út í styrjaldarrekstur, en sagan sýnir líka, að þeir eru til sem vilja sífellt vera að stríða og þarf ekki að fara langt til að finna dæmi um það og undirritaður treystir sér ekki til að telja upp með neinni vissu hve oft og víða vinir vorir og verndarar hafa herjað á lönd og þjóðir.

Og eitt sinn vorum við í hópi hinna viljugu!

Sé það ætlunin að herja þar til yfir lýkur, þá er fokið í flest skjól fyrir alla sem vilja að ófriðnum ljúki.

Það er dapurleg framtíðarsýn, en viðtalið við Zelensky er hægt að lesa, hafi menn áhuga á, með því nota sér tengilinn sem er hér í byrjun textans.

(Myndirnar af körlunum þremur eru fengnar af vef CNN)


Lifað í fortíð?

Hjá Bændasamtökunum er ýmislegt að gerast eins og svo oft áður og félagar í samtökunum þurfa að kjósa sér formann.

Skjámynd 2024-02-24 082238Sitjandi formaður gefur kost á sér til endurkjörs, hefur verið farsæll í starfi og hefur ná að sameina samtök bænda.

Bændur í landinu eru alla vega, þeir fást við margvíslegan búskap, en það er kjötframleiðslan sem tekur mest pláss í umræðunni og um hana er þarft að ræða.

Kjötframleiðslugreinarnar eru nokkrar: S.s. alifuglarækt - til framleiðslu á kjöti og Skjámynd 2024-02-24 082210eggjum -, svínarækt, nautgriparækt - til mjólkur og kjötframleiðslu, þá má nefna geitfjárrækt og sauðfjár, auk þess sem talsvert fellur til af hrossakjöti, þó þau séu nú orðið ekki beinlínis ræktuð í þeim tilgangi svo teljandi sé.

Bændasamtökin hafa breyst og ætli ekki megi segja að svo sé nú komið, að  flestir bændur finni sig í samtökunum, hvaða búgrein sem þeir annars stunda.

Við erum enn nokkur á fótum, sem munum hvernig samtökin voru, þ.e. þegar þau voru bundin við hefðina sem var, þegar landbúnaðurinn var sauðkindur, kýr og hestar og þá í þeirri röð.

Undirritaður tók, svo dæmi sé tekið, þátt í því að sigla með heilu skipsfarmana af nýslátruðu lambakjöti í heilum skrokkum, til útlanda í sláturtíðinni.

Kjöt sem selt var þangað svo nýslátrað og ferskt, að það var ekki einu sinni komið almennilegt frost í það!

Frystikerfi skipsins þurfti að keyra á fullum afköstum allan lestunartímann og á siglingunni yfir hafið, til að ná upp frosti í vörunni, til að við henni yrði tekið í erlendri höfn.

Allt er þetta liðin tíð sem betur fer, þó finna megi sögur af frystigámum með lambakjöri, sem flækst hafa landa á milli, þar til þeir döguðu að lokum uppi, t.d. í Færeyjum; voru þá búnir að flækjast allt til sólarlanda og enginn vissi til hvers!

Það voru stigin gæfuskref þegar Bændasamtökin breyttust í nútímahorf; breyttust frá því að vera fyrst og fremst samtök sauðfjárbænda og yfir í það að vera samtök allra bænda.

Vissulega var fyrirferð sauðfjárræktarinnar mikil á fyrri tímum þegar kindakjöt var KJÖTIРog kom þar á móti fiskinum sem var ÝSAN, hin eina og sanna.

En nú eru breyttir tímar og við lifum í nútíðinni.

Meira er nú neytt í landinu af kjúklingakjöti en kindakjöti og það svo miklu munar, ef hlutfallið bein á móti kjöti, væri tekið með og því er það, að samkvæmt hinu forna viðmiði, ætti formaður Bændasamtakanna að koma úr röðum kjúklingabænda!

Svo er ekki og það er ágætt, hefur gefist vel og núverandi formaður hefur haft gott vald á hlutverki sínu.

Þó er komið á móti honum framboð!

Sauðfjárbændur harma sinn hlut og sakna fyrri tíðar sem rekja þarf nokkur ár aftur, eða aftur til þess sem var, áður en núverandi formaður kom til sögunnar, en hann hefur leitast við að gera öllum búgreinum jafnt undir höfði, ef svo má segja.

En af hverju harma sauðfjárbændur sinn hlut?

Er það vegna þess að ekki hafi verið haldið vel á því sem að þeim snýr?

Svarið er nei.

Núverandi formaður kemur úr röðum garðyrkjubænda og það hefur gefist vel og ekki annað að sjá en hann hugi að hag bændastéttarinnar sem heildar, og hvers vegna ætli það sé?

Algengasta meðlæti sem notað er með kjöti, er einhver afurð garðyrkjunnar.

Það eru afurðir garðyrkjunnar sem sameina okkur í kjötátinu!

Það skyldi nú ekki vera að þar sé fundin ástæðan fyrir því að núverandi formaður sameinar en sundrar ekki, að hann sjái vítt yfir og vilji hag allra jafnt? Hugsi ekki um sérhagsmuni, heldur heildarhagsmuni.

Geti menn ekki fundið sér farveg og verið sáttir við sinn hlut undir slíkum kringumstæðum, ættu þeir að kanna hvort ekki sé rétt að stofna sérstök samtök um að koma sínum málum á framfæri.

Þess þarf reyndar ekki, þegar betur er að gáð, því slík samtök sauðfjárbænda eru þegar til staðar og eru innan heildarsamtaka bænda!

Gallinn er bara sá, að hér hefur verið dottið niður í gamalt uppþornað hjólfar, eftir þau sem ekki töldu menn og konur til bændastéttarinnar, nema þeir byggju með sauðkindur.

Við getum horft til fortíðarinnar og lært af henni, en ekki lifað í henni!


Hundahald í Hvíta húsinu

Fjallað er um bitvarg sem hafður var og er(?) í Hvíta húsinu í Washingthon. í Morgunblaði dagsins.

Málið hefur verið í fréttum áður og snýst um hundahald Biden forseta, en þótt maður hafi gengið undir manns hönd til að koma vitinu fyrir hinn bitglaða hund, hefur það ekki tekist.

Skjámynd 2024-02-22 055024Svo er að skilja sem skepnan hafi frekar litla lyst á húsbónda sínum og bíti því frekar saklausa starfsmenn sem á vegi hans verða.

Biden var sem sagt, ekki bitinn af vini sínum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni, en margt er það annað sem plagar á því heimili.

Kosningar eru framundan í Bandaríkjunum og Biden hefur bitið það í sig, að hann sé ómissandi en það eru ekki allir sammála um að svo sé og sem eðlilegt er, þá telja andstæðingar hans í pólitíkinni þar vestra, að annar kostur sé betri.

Það er vart hægt að segja það og enn síður prenta, að sá sem keppi við forsetann núverandi, sé góður kostur fyrir Bandaríkin, eða heimsbyggðina og hvers vegna skyldi það nú vera?

Sá skrautlegi gaur, sem bíður sig fram fyrir Republikana stendur nokkuð vandræðalítið í lappirnar og man sumt af því sem hann hefur sagt, þó margt sé og sumt af því æði skrautlegt.

Er að vísu enginn sérstök siðferðisfyrirmynd, en líklega vegna þess hve hann er skrautlegur, kjaftfor og uppátektasamur, virkar hann sem ferskur andi  (Púki?)inn í uppákomurnar og uppslættina sem einkenna slaginn um það hver skuli verða forseti þar vestra næstu fjögur árin.

Við bíðum og sjáum til hvernig fer, varðandi val Bandaríkjamanna á leiðtoga fyrir þjóðir sínar.

Fátt bendir til að annað verði í boði þar vestra en karlarnir tveir sem hér hafa verið nefndir, annar með ,,hundshaus" og hinn með raunverulegan hund til að leita ráða hjá í raunum lífsins og embættisins.

Við bíðum spennt eftir framhaldi málsins!

Myndin er fengin úr frétt Morgunblaðsins.

 


mbl.is Vandamálið umfangsmeira en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefninn, gosið og virkjunin sem ekki má byggja

Í Morgunblaðinu var sagt frá því, að fólk hefði lýst sig jákvætt í afstöðu til þess hvort byggja mætti smávirkjun í Þingeyjarsveit og þar segir:

Skjámynd 2024-02-10 071740,,Í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir Litluvelli ehf. um þekkingu og afstöðu til rennslisvirkjunarinnar Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti í Þingeyjarsveit, telur 61% svarenda að auglýsa skuli virkjunina og 62% telja að hún muni hafa góð áhrif á nærsamfélagið. Virkjunin er 9,8 MW smávirkjun, án stíflu og miðlunarlóns, um 7 km ofan við Goðafoss og nýtir um 24,4 metra vatnsfall."

Virkjunin hefur verið í undirbúningi í í 7 ár og ætlunin er að hún verði rennslisvirkjun án uppistöðulóns.

Í umsögn forsvarsmanns virkjunarinnar segir að ,,engar skýringar séu á því að tillagan hafi verið tekin úr auglýsingu önnur en að „borist hefðu athugasemdir“.

Hann segir jafnframt að það hafi komið öllum að óvörum að ,,tillagan var tekin úr auglýsingu."

Það bárust sem sagt athugasemdir og það dugði til þess að áformin urðu að engu!

Svona er komið fyrir þjóðfélaginu okkar, að það dugar sem sagt til að góð áform verði ekki að veruleika, að það berist athugasemdir við hugmyndina!

,,Hugmyndir" eru drepnar í fæðingu, málin festast, deyja og verða að engu, þ.e.a.s. ef hugmyndasmiðirnir ná sínu fram.

Við fylgjumst líka með dularfullum orkuskorti á Suðurnesjum, þar sem ekkert hefur gengið að styrkja raforkukerfið undanfarin ár og nú er skorturinn á raforku slíkur að vart er hægt að elda og mælst er til þess að fólk kyndi heilu íbúðirnar með tveggja kílóvatta rafmagnsofnum.

Ekki nóg með það, heldur þarf að slökkva á ofnunum ef fólki dettur í að elda sér mat.

Eins og flestir vita, er um að ræða afleiðingu af því að hitaveituæð rofnaði í eldgosi.

Í aðsendri grein eftir þingmann Samfylkingarinnar í sama blað og hér hefur verið vitnað til segir m.a.:

,,Það verður þó ekki horft fram­hjá því að sterk­ar vís­bend­ing­ar hafa nú komið fram um að ekki hafi verið hugað tím­an­lega að vara­leiðum, kæmi til þess að vatns­flæði myndi skerðast á svæðinu vegna jarðelda. Sam­kvæmt um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar í gær, föstu­dag, liggja fyr­ir gögn þess efn­is að stjórn­völd hafi ekki brugðist við ábend­ingu Orku­stofn­un­ar til rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Al­manna­varna, sem meðal annarra unn­in var í sam­starfi við HS Orku og HS veit­ur, um búnaðarþörf og var­aráðstaf­an­ir til heim­ila færi svo að Svartsengi yrði óstarf­hæft að hluta eða öllu leyti."

Það var sem sagt sofið á verðinum og það var ríkisstjórnin sem svaf!

Afleiðingin blasir við sé horft á miðmyndina - í samsettu myndinni - efst í þessari umfjöllun, þar sem sjá má ljósavél sem til stendur að nota til að bjarga, þó ekki sé nema einhverju, af því sem ríkisstjórnin missti af í draumum sínum.

Hvernig sú ráðstöfun fer í þau, sem ekki mega til þess hugsa að brennt sé jarðefnaeldsneyti fylgir ekki sögunni!


Kindarlegar kindur?

Í Morgunblaðinu þann 20.1.2024 birtist grein eftir Kristínu Magnúsdóttur lögfræðing þar sem hún veltir upp þeirri spurningu, hvort eignarrétturinn sé til óþurftar í landbúnaði?

Skjámynd 2024-01-20 072907Það er von að spurt sé, því eins og fram kemur í grein hennar, þá hefur verið í seinni tíma löggjöf beitt ýmsum ráðum, til að gera ólöglega beit (sauðfjár) löglega, s.s. sést í kafla greinarinnar þar sem fjallað er um ,,laumuna".

Þar fóru alþingismenn þá leið að gera beit sauðkinda ,,löglega", ef landeigendur girtu ekki lönd sín með svokallaðri ,,vottaðri" girðingu.

Eins og greinarhöfundur bendir á, þýddi þetta í raun að sauðfjárbeit væri heimil á annarra lönd, nema þau væru sérstaklega varin fyrir fénaðinum með fyrrnefndri ,,vottaðri" girðingu.

Bændasamtök þess tíma (fyrir 22 árum) voru ánægð með þessa lausn, en rétt er að geta þess að töluvert vatn hefur runnið til sjávar á þessum tveimur áratugum og viðhorf hafa víða breyst, einnig í Bændasamtökunum.

Því hefur verið haldið fram að rétturinn til lausagöngu sauðfjár sé forn, en svo mun ekki vera þegar betur er að gáð og samkvæmt því sem fram kemur í greininni sem hér er vitnað til, mun það fyrst hafa komið fram í lögum árið 1991.

Það er lítil von til þess að menn geti fallist á, að það sem gerðist fyrir þremur áratugum sé aftur í fornöld!

Mikil breyting hefur orðið í nærumhverfi þess sem þetta ritar hvað varðar lausagöngu sauðkinda og er þar skemmst að segja frá, að engin vandræði sem hægt er að kalla því nafni stafar af henni.

Það er ólíkt því sem áður var, en skýringin mun vera breyttir búskaparhættir og þ.á.m. minni sauðfjárrækt.

Ritari hefur samt haft af því spurnir að ekki þurfi að fara langt til að finna búskaparhætti sem eru samkvæmt fyrra lagi: að kindum sé einfaldlega sleppt úr húsi og geti síðan farið hvert sem þær vilja og komast.

Grein Kristínar er að mati þess sem þetta ritar góð áminning og rétt er að taka fram að sauðheld girðing er ekki allsstaðar sauðheld og að sauður er ekki sama og sauður, eins og þar stendur.

Flestar kindur virða netgirðingar með gaddavírsstrengjum fyrir ofan og neðan, en ekki allar.

Það eru ekki mörg ár síðan ritari varð vitni að því að kind stökk yfir slíka girðingu og að önnur af sama uppruna gerði tilraun til að grafa sig undir nýlega og vandaða veggirðingu, líkt og hundur væri.

Kindurnar reyndust eiga uppruna sinn í nærliggjandi sveitarfélagi, svo ekki þurfti langt að fara til að finna sauðfénað sem ræktaður hafði verið án tillits til hátternis af þessu tagi.

Kindur eru sem sagt ekki sama og kindur, þó kindarlegar séu!


Þau sem aldrei gefast upp

Það þarf víst ekki að segja það nokkrum að orkumálin eru í hnút vegna þess að ýmist fást ekki leyfi til að virkja, en einnig er tregða á að heimildir fáist til að styrkja dreifikerfin.

Skjámynd 2024-01-19 081616Landsvirkjun gefst samt ekki upp og nú stendur til að reisa vindmyllur í þeirri von að þær bjargi einhverju.

Ekki er samt víst að málið sé í höfn, sé tekið mið af því hvernig Hvammsvirkjun var slegin út af borðinu þegar flestir töldu það mál vera á góðri leið.

Skoðun margra málsmetandi manna er að vel sé hægt að lifa í landinu líkt og gert var til forna. Þá var ekkert rafmagn, engar hitaveitur og ekkert vesen, gæti maður ætlað.

Samt er það svo að sé skyggnst inn í fortíðina, þá blasir ekki við sú veröld sem við viljum flest búa við. Um þetta er búið að skrifa langar greinar, bækur og skýrslur en það breytir engu, því þeir sem trúa, þeir trúa bara og hana nú!

Þjóðinni fjölgar hratt vegna fólks sem kýs að búa hér, þrátt fyrir kulda og trekk og vosbúð; vill fá að vinna og lifa í landi sem býður upp á eitthvað annað en það sem það er að flýja frá.

Vegna þessa þarf annað hvort að auka matvælaframleiðslu, eða treysta á að hægt sé að flytja inn það sem þarf.

Flestar þjóðir reyna að framleiða þau matvæli sem þær þarfnast; vilja ekki þurfa að treysta á aðra í veröld sem getur fyrirvaralaust breyst úr því sem er, í eitthvað annað svo sem fjölmörg dæmi sanna.

Áhöld eru um hvort íslenskir stjórnmálamenn skilji þessar staðreyndir, því þeir hafa æði oft verið staðnir að því að grafa undan innlendri framleiðslu með gjörðum sínum.

Við fyrirsjáanlegum skorti á matvælum vilja margir hins vegar bregðast svo sem Bændasamtökin.

Það þykir pólitíkusum þjóðarinnar ekki góður boðskapur og vilja frekar stóla á innflutta framleiðslu svo sem sannaðist, þegar heimilaður var innflutningur á kjúklingum frá Úkraínu, sem reyndist vera framleiddur af hollensku stórfyrirtæki með vafasaman orðstír.

Hinir góðhjörtuðu alþingismenn töldu heimildina til innflutningsins vera góða ráðstöfun á þeirri forsendu að Úkraína væri svo langt í burtu að ekki myndi reyna á heimildina góðu.

Innflytjendur lögðust yfir landakort og fundu út að Úkraína væri þar sem hún hefði verið um langan tíma og hófu innflutning af miklu kappi eins og þeim er tamt.

Nú eru komnir fram á sjónarsviðið aðrir menn sem gefa öllum þessum hindrunum langt nef og ætla að framleiða fisk til sölu innanlands, en ekki síst til útflutnings.

Hvort stjórnmálamenn þjóðarinnar finna einhverja leið til að stöðva þessar hugmyndir í fæðingu mun tíminn leiða í ljós.


Aldrei að gefast upp

Skjámynd 2024-01-10 071555Sumir gefst aldrei upp og svo er um þá sem hyggja á vetnisframleiðslu við hlið Reykjanesvirkjunar og kvikuhlaup og jarðhræringar breyta þar engu.

Sama er um Landsvirkjun sem gefst ekki upp á að leita leiða til að uppfylla orkuþörf þjóðarinnar, þrátt fyrir að stemningin sé sú, að hún, eða að minnsta kosti fjalltraustir og sjálfskipaðir alvitringar hennar, leggist gegn flestum hugmyndum sem fram koma varðandi virkjanakosti.

Raforkan skal verða til úr engu og ekkert skal verða að miklu, mun vera kjörorð þeirra sem hvergi vilja virkja, en vilja samt eiga óheftan aðgang að raforku, hvað sem raular eða tautar.

Möguleikarnir eru sannarlega til staðar og þeir eru með ýmsu móti: það er hægt að virkja fallvötnin, jarðhitann, vindinn o.s.frv. en það er ekki hægt samt.

Kertaljós og klæðin rauð var sungið á jólunum og er líklegast gert enn og þó virkjanaandstæðingar nefni ekki þann möguleika til lýsingar, þá má gera ráð fyrir að þá dreymi blauta drauma um fyrri tíma þjóðar, sem kúldraðist í vistvænum torfkofum og sló gras með orfi og ljá og sópaði heyinu síðan saman veð hrífu.

Sótti sér björg í bú með því að róa út á sjó þegar færi gafst og lifa í voninni um að allir sem til sjós fóru kæmu til baka, en ef svo fór að þeir skiluðu sér ekki, þá var bara að taka því.

Súrt slátur og súrsaðir hrútspungar, finnst sumum vera gott fóður inn í daginn og við étum það á þorrablótum og sumir skola því niður með brennivíni, íslenska viskíinu, sem enginn vill drekka nema sumir í harðindum, eða þegar löngunin í vímuna verður óbærileg.

Stemningin er afturhvarf til fortíðar og því meira sem menn læra, því sannfærðari verða þeir um að allt geti orðið til af engu og orðið að miklu, ef ekki öllu eða bara hverju sem er.

Eigum við að reyna að trúa hinni nýju lífsspeki?


Innflutningur, náttúruvá, ófriður og hörmulegt slys

Skjámynd 2024-01-13 073826Það er margt sem við fáum frá Kína, svo sem við sjáum við að lesa þó ekki sé nema fyrirsögnina og því er gott að halda góðum tengslum við það ógnarstóra og fjölmenna þjóðfélag.

Sumir telja að núverandi forsætisráðherra geti verið vænlegur kostur fyrir þjóðina í komandi forsetakosningum.

Og svo eru það orkumálin sem þarf að koma í lag eftir að hafa verið látin reka á reiðanum um ára, ef ekki áratuga bil.

Kínverja getum við afgreitt þannig að þeir sjá um sig sjálfir og við getum engin áhrif haft á það sem þar gerist; getum einungis fylgst með og reynt að halda góðu sambandi, en þaðan kaupum við allt mögulegt, eða allt frá flutningaskipum til leikfanga og allt þar á milli.

Því er það að okkur stendur ekki á sama, þegar siglingar truflast um Súesskurð og Rauðahaf og skipin þurfa að fara að sigla suður fyrir Afríku til að koma varningnum til okkar.

Það er ófriður í Miðausturlöndum, ófriður sem ekki sér fyrir endann á nema síður sé, því svo virðist sem sífellt fleiri blandi sér í þann ljóta leik.

Blaðran sprakk þegar Hamaz gerði árás á fólk, á tónleikum í Ísrael og drápu af handahófi talsvert á annað þúsundir manna.

Á þá árás má lita sem örvæntingarviðbrögð þjóðar sem búið er að þjarma að um langan tíma, eða allt frá lokum síðari heimstyrjaldar. Flestir þekkja þá sögu og hún verður ekki rifjuð upp hér, en afleiðingarnar eru skelfilegar og yfirgangurinn gagnvart palestínsku þjóðinni mikill.

Nú keyrir um þverbak og svo er að sjá sem markmiðið sé að útrýma þjóðinni sem er og hefur verið um aldir og þeir sem að verkinu standa njóta ómælds stuðnings vina sinna vestan Atlantshafsins.

Við á litla Íslandi getum fátt gert í málinu; getum í raun ekki gert annað en vonað að menn nái áttum og hætti manndrápum og eyðingu byggðar - ef þá eitthvað er eftir til að eyða - setjist að samningaborði og ræði sig niður að ásættanlegri niðurstöðu sem yrði farsæl fyrir alla.

Svona getum við hugsað og vonað, en líkurnar til að raunhæfur friður komist á eru afar litlar a.m.k. sem stendur; leikurinn er ójafn og því geta þeir sem yfirgangi beita farið sínu fram.

Vandamálin okkar eru smámunir í samanburði við það sem er að gerast í Miðausturlöndum.

Við þurfum samt að koma okkur saman um hver verður forseti þjóðarinnar, hvernig við ætlum að koma raforku á milli landshluta o.s.frv.

Það getur stundum verið ágætt að vera lítil þjóð á eyju í Atlantshafinu, þrátt fyrir eldvirkni og jarðskjálfta og leitar þá hugurinn út á Reykjanes, til fólksins sem flýja þurfti úr bænum sínum vegna jarðskjálfta og eldgosahættu.

Til mannsins sem fórst við vinnu við að fylla upp í sprungu sem myndast hafði í Grindavík, aðstandenda hans og björgunarsveitarfólksins sem gerði það sem það gat og varð að lokum að gefast upp við að finna félaga sinn.

Hugurinn er hjá þessu fólki núna, með ósk um að allar góðar vættir muni styrkja þau í þeim raunum sem þau eru að takast á við.

Aðstandendur mannsins sem fórst, þarfnast stuðnings og hlýju og þeim óskar ritari alls hins besta og að þau fái styrk til að standast þessa raun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband