Stríð og friður

Á vef CNN.COM má lesa um stöðuna í stríðinu milli Úkraínu og Rússlands.

Fyrirsögnin er á þá leið að ætlunin sé að upplýsa Biden og reyndar líka Trump og Kamelu um hvað aðgerðin gangi út á.

Á öðrum stað er fréttastofan með sögulega umfjöllun vegna innrásar Úkraína í Kursk.

Skjámynd 2024-08-30 141249Þar er rifjað upp að fátt sé nýtt undir sólinni og birt mynd sem sýnir hvernig ástandið var 1943.

Þá rekumst við á frásögn af því að svokallaðar F16 þotur reynist ekki sem skildi, a.m.k. í höndum úkraínskra flugmanna en einn þeirra fórst með þotu sinni, eftir því sem þar er sagt frá.

Mynd fylgir með af úkraínuforseta og þar er sagt, að hann hafi lengi krafist þess að fá þessa fljúgandi dýrgripi afhenta.

Skjámynd 2024-08-30 141917Það hefur til þessa eitthvað staðið í mönnum, því vélarnar eru dýrar og vandmeðfarnar, auk þess sem hægt er að skjóta þær niður líkt og sannast hefur.

Það er fátt sem bendir til að þessu hörmulega stríði sé að ljúka, jafnvel frekar að það sé á hinn veginn, að það sé að færast í aukana.

Eftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum hafa heimsótt kjarnorkuver í Kúrsk og í sambandi við þá heimsókn, var sagt frá því að þak versins væri aðeins venjulegt þak, með engri brynvörn.

Við munum að sömu aðilar skoðuðu verið í Zapronitsya og í ljós kom að það er með öflugri brynvörn sem staðist hefur árásir Úkraína fram að þessu.

Nú er verið að ,,keyra" það ver niður í þeim tilgangi að geta slökkt á því en Úkraínar gátu ekki gert sér að góðu rússneskt rafmagn þó ókeypis væri og skemmdu í sífellu raflínurnar frá verinu, þannig að ekki ekki var hægt að losa orku þess eftir þeirri leið og enginn vinnufriður var til að hægt væri að losa hana eitthvað annað.

Slysið í kjarnorkuverinu í Chernobyl, sem varð vegna mannlegra mistaka, gleymist ekki þeim sem með því fylgdust og ótrúlegt er, að þjóðin sem í því lenti, skuli hætta á annað slys af því tagi.

Við þessu getum við harla lítið gert annað, en að vona hið besta og að fram komi einhver sem geti haft áhrif á þá sem undir ófriðnum kynda.

Fái þá að samningaborði til að ræða deilumálin sem uppi eru og leiti þar leiða til að finna friðinn í stað þess að efla ófrið.


Ætli vindinum finnist ekki vont að láta fara svona með sig?

Eins og svo oft að morgni, er skautað yfir fjölmiðla til að kanna hvað þeir hafa að segja okkur og þá er rekist á mynd af ríkisstjórn íslenskrar þjóðar og við gerum ráð fyrir að myndin sé tekin fyrir Menningarhátíð Reykjavíkur.

2024-08-25 (1)Þau taka sig bara vel út og við vitum að þarna er margt ágætisfólk, jakkarnir eru lítið eitt farnir að þrengjast á þeim sem fremstir standa, innviðaráðherra speglast í ráðherranum sem er fyrir aftan hann, Bjarni horfir í austur, Sigurður í suðverstur og það gerir kjarnorkukafbátamálaráðherrann líka.

Einn er greinilega hugsi og horfir á eitthvað fyrir neðan hann.

Út úr svip fjögurra kvenna má ef til vill lesa að þær séu að hugsa sem svo: því er ég hér?!

Við förum ekki lengra með þetta en tökum eftir því að maður, sem stendur innan dyra, stefnir að því að loka hópinn úti!

Skjámynd 2024-08-24 134032Er ekki allt í lagi vinur minn, spyr hvutti litli.

Kisu langar að kúra og sú þriðja er með góða gesti í heimsókn, sem hún ætlar ekki að nota sér til matar, enda vel fóðruð.

Það skiptir máli hvernig að er búið og það vita þau sem kisu og ungana eiga og því gengur allt vel í þeim heimi.

Skjámynd 2024-08-24 133706 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur, ráðuneyti svaraði spurningum hans en veitti ekki ,,fullnægjandi upplýsingar".

Umboðsmaður telur ekki gott ,,að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við af samræmdum könnunarprófum sem síðast voru haldin árið 2021..."

,,Lífið er vesen..." segir stundum maður nokkur sem ritari þekkir og það er sem hér sannist það!

Við endum þennan pistil á jákvæðum fréttum sem bárust úr Rangárþingi um að menn hafi ,,jákvæð viðhorf í Rangárþingi ytra til vindorkuvers...".

Skjámynd 2024-08-24 133554Nóg er af vindi í landinu og svo er komið að eftirsókn eftir vindi er orðin umtalsverð og í nútímanum skapandi!

Öðruvísi áður brá, en allt breytist og svo er komið að þetta náttúruafl er virkjað aftur til góðra hluta, eftir margra ára hlé.

Svo er vinstrigræningjum fyrir að þakka!

Þeir eru í skotgröfunum þegar orkuöflun er annarsvegar, halda að vatnið breytist í raforku við að það sé látið renna í gegnum hverfla o.s.frv.

Batnandi mönnum er best að lifa og vonandi skaðast vindurinn ekki, við að snúa spöðum myllanna.

Svo getur svo sem líka verið, að spöðunum þyki ekki gott að láta vindinn blása svona um sig, en við förum ekki út í þá umræðu!


Ætlun við aldrei að þroskast?

Í Washington Post er sagt frá því að vopnadótið sem gefið hefur verið til Úkraínu, sé ekki að standa sig svo sem vonir hafi staðið til af hálfu hinna Skjámynd 2024-08-22 134450gjafmildu þjóða.

Tímasetning fréttarinnar er ,,24 maí, 2024 kl. 10:57".

Við fáum misvísandi fréttir af því sem er að gerast á vígstöðvunum og erum á stundum í talsverðum vanda við að átta okkur á hvað er satt og hvað er ósatt; hvað er óskhyggja og hvað eru staðreyndir.

Eitt er þó víst og það er, að ástæðan fyrir því að vopnin sem um er rætt í WP, duga ekki til þeirra illu verka sem þeim er ætlað að vinna er að Rússar kunna ráð við þeim!

Stríðið byrjaði þegar rússnesk stjórnvöld sprungu á limminu og réðust inn í sjálfsstjórnarsvæðin sem samið hafði verið um að svo yrðu kölluð.

Lítið er fjallað í vestrænum miðlum, um hvað varð til þess að þeir brugðust við og beittu her sínum, svo sem við höfum getað fylgst með að undanförnu.

Okkur rámar í sumt, eða allt frá stuldi á gasi sem átti að fara til vestur- Evrópulanda, sem sumum finnst, sem hafi náð hápunkti þegar Nord Stream lagnirnar voru sprengdar í sundur og yfir í hörmulegan verknað eins og þann, að hollensk farþegaflugvél var skotin niður.

Ýmislegt fleira hafði gengið á eins og t.d. fjöldagrafirnar sem fundust, sýndu fram á.

Allt er þetta liðin tíð með ljótri sögu en er þá undanfari þess sem síðar gerðist og er enn að gerast.

Það sem ritari þessa pistils vill benda á, er að skoða þarf þessa atburði líkt og marga fleiri í ljósi þess sem á undan er gengið, þó það breyti ekki því, að gæta þarf hófs í viðbrögðum.

Í frásögn þeirri sem hér fylgir með er sagt frá sókn Rússa en síðustu daga höfum við verið frædd um sókn Úkraína.

Þetta kann að hljóma kynlega en þarf þó ekki að vera, því eitt getur verið að gerast á einum vígstöðvum og á sama tíma, annað á öðrum.

Athyglisvert er að sjá að töfravopnin bandarísku, reynast rússneska hernum ekki eins skeinuhætt og við var búist og því er það, að Rússar sækja fram á einum stað en eru í basli á öðrum.

Hvers vegna svo er vitum við ekki en getum giskað á að varnarviðbúnaður hafi ekki verið nægur á svæðinu (Kúrsk), sem síðan kallar á skýringu á, hvers vegna svo var.

Það er gömul saga og ný, að mönnum og þjóðum gengur stundum illa að koma sér saman og mannkynssagan greinir frá endalausum átökum svo langt aftur sem við getum komist og því hlýtur að vera heimilt að spyrja:

Ætlum við aldrei að þroskast upp úr þessu?


Skjálftar, vindorka, kjarnorka o.fl

Ívar teiknar fyrir Morgunblaðið og það er fátt sem hann gerir ekki að yrkisefni í myndum sínum.

Skjámynd 2024-08-21 074220Við sjáum hér tvö dæmi, þar sem annarsvegar er um að ræða jarðvísindamann sem gerir sem hann getur til að kasta tölu á jarðskjálfta sem eru undanfari viðburða, sem vandséð er hvernig hægt verði að takast á við.

Við teljum okkur þekkja persónur og leikendur á myndunum og hugmynd dómsmálaráðherrans er hreint ekki fráleit en dýrir eru hjálmarnir og væntanlega vandaðir eftir því!

Ritari fékk sér hjálm fyrir nokkrum vikum, sem var með rauðu ljósi að aftan, sem var þeirrar náttúru að geta annað hvort logað stöðugt, eða blikkað, auk þess sem hægt var að slökkva á því og hann kostaði aðeins nokkra þúsundkalla!

Miðað við yfirskrift myndarinnar ætti ég að vera sokkinn í djúpa skuld vegna kaupanna en svo er ekki, enda ekki ríkisstjórnarfígúra af neinu tagi!

Skjámynd 2024-08-21 080001Værum við gíraffar gætum við séð hátt yfir og myndum þá gera margt öðruvísi en við gerum nú og eflaust yrði lífið auðveldara á margan hátt!

Við myndum t.d. nær örugglega ekki fá ,,á heilann" orlofsgreiðslur pólitísks andstæðings og hlaupa í endalausri í leit að skýringu á því hvernig greiðslan væri tilkomin.

Skjámynd 2024-08-21 073807Eftirsókn eftir vindi, er yrkisefni Ívars á myndinni hér til vinstri, eða öllu heldur eftirsókn eftir vindorku, því nú er svo komið - þökk sé Vinstrigræningjum - að ekki má virkja orkuna sem í fallvötnum okkar býr, heldur verður að virkja þess í stað vindinn sem blæs oftast en ekki alltaf.

Þóroddur Bjarnason, sendir okkur skeyti á teikningunni sem er til hægri en hér verður ekki farið út í túlkun á því sem þar kemur fram. Það er lesendum eftirlátið að finna út!

Endum þetta síðan af mikilli alvöru, þar sem verið er að segja frá því að Skjámynd 2024-08-21 073540til standi að senda gervimenni til sýnatöku í kjarnorkuveri sem eyðilagðist í náttúruhamförum í Japan.

Við munum mörg eftir þeim atburðum, svo skelfilegir sem þeir voru og nú vilja menn komast að því hvernig staðan sé í rústunum sem áður voru starfandi orkuver.

Við vitum af öðrum kjarnorkuverum sem geta verið í mikilli hættu vegna hernaðarátakanna sem eru í Rússlandi og Úkraínu og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af því sem þar er að gerast.

Það er löngu komið nóg af leik að þeim eldi og allt of margir sem hafa átt um sárt að binda af völdum kjarnorkunnar.

Ekki heldur gott að vita af kjarnorkuknúnum kafbátum hlöðnum kjarnorkuvopnum, svamlandi í kringum landið okkar, í boði núverandi ríkisstjórnar.

Verði slys af þeim völdum, er hætt við að tekjur af helstu útflutningsafurð íslensku þjóðarinnar yrðu litlar.

Tekjur sem þá væri búið að fórna á pólitísku altari þeirra sem ekki sjást fyrir í pólitísku ofstæki.


Litið yfir liðnar vikur

Það þykir skjóta skökku við, að þegar tekið er tillit til þess hve álagið er Skjámynd 2024-08-11 084512sívaxandi á vegakerfið, að dregið sé úr framkvæmdum á því sviði. Teiknarar blaðanna hafa tekið eftir að ýmislegt er að gerast, fjölmargir að ferðast um landið, dvelja á tjaldstæðum með ferðabúnað sinn, djamma dálítið og láta sér í léttu rúmi liggja hvað í kúlunni sé, sem seðlabankastjórinn rýnir í!

Og svo er það blessað umhverfisverndar- æðið sem sest hefur að, ofbýður Skjámynd 2024-07-15 065752innviðunum alræmdu og það svo, að þeir ,,anna ekki eftirspurn" svo sem hér sést dæmi um.

Sem betur fer eru eldsneytisstöðvar vítt og breitt um landið, svo að þeir sem ekki hafa orðið helteknir af umhverfisvænsku og fengið rafbílalost, geta fengið vandræðalausa afgreiðslu sinna mála.

Svo sem sjá má eru þeir til, sem til sem eru til í að fórna miklu fyrir ,,kolefnisjöfnunina" eftirsóttu og skirrast ekki við að rista upp gróið land undir því yfirskini að af gjörningnum muni spretta upp kolefnisgeymslutré.

Á rúv.is sjáum við viðtal við Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur, prófessor í landnýtingu, sem hefur ýmislegt áhugavert og fróðlegt um málið að segja.

Við hin tökum því bara rólega, vitandi að hver dagur hefur upp á eitthvað að Skjámynd 2024-07-18 074137bjóða, þó við séum ekki að skipta okkur mikið af því sem fram vindur. Kúrum bara saman og njótum hvers annars.

Þegar afurðir þjóðarinnar hækka í verði njótum við þess með ýmsum hætti og hér að ofan er ,,gömul" frásögn af því að hækkun á álverði hafi skilað sínu til orkufyrirtækjanna og þar með til þjóðarinnar í heild.

Það þarf að hemja útgjöld segir fjármálaráðherra og veifar ,,kynlegu skuldabréfi"?

Nei svo mun ekki vera í þetta sinn en einhver ríkispappír er það, þó ókynlegur sé!

Skjámynd 2024-07-31 063925Þegar konur bregða sér á hestbak til að njóta lífsins og tilverunnar og hugsa um eitthvað skemmtilegt, er gaman að rekast á þær og fá heimild til að taka af þeim mynd!

Vonandi hafa þær notið ferðarinnar og komið heilar og sælar heim.

Fátt er skemmtilegra en það sem þær eru að gera og við sjáum á jörðinni hvernig tíðin er búin að vera þetta sumarið í landinu okkar fallega, en öll él styttir upp um síðir eins og við vitum og þá þorna þessir pollar.

Við endum þetta, með dæmi um framtakssemi og verkþekkingu og trúlega er Skjámynd 2024-08-02 083446framtíðarsýnin einhverstaðar líka!

Myndirnar sýna ekki það sem í upphafi var, heldur hvernig það varð, þegar það var orðið peningamusteri og hvernig tókst síðan að búa síðan til úr því ömurlegan furðuskúlptúr áður en það var endanlega látið hverfa. Það er ekki fyrsta og líklega verður það heldur ekki síðasta húsið, sem þarf að brjóta niður vegna mislukkaðrar hönnunar og frágangs.

Hvað byggt verður í staðinn og hvernig, vitum við ekki en engin leið mun vera að leita ráða hjá Byggingarstofnun þeirri sem áður var, til að fá leiðbeiningar um hvernig skuli byggja og ganga frá húsum svo þau endist.

Svoleiðis stofnanir viljum við ekki hafa í ísa köldu og röku landi!


Gamni fylgir stundum alvara!

Við sjáum að allt leikur á reiðiskjálfi á teikningum Ívars á Morgunblaðinu en hvort það er vegna þess að maður nokkur fékk greidda orlofsdaga, sem hann hafði ekki náð að taka út á ferli sínum sem borgarstjóri vitum við ekki en ljóst er þó, að á síðum blaðsins hafa menn nokkrar áhyggjur af málinu.

Skjámynd 2024-08-16 082430 Teiknari blaðsins túlkar málin með sínum hætti og honum bregst sjaldan bogalistin, enda lítt smitaður af pólitískum pestum, eftir því sem best verður séð og við höldum að hann sé að segja frá því í myndmáli sínu, sem a.m.k stundum er minna rætt á síðum blaðsins.

Ritari var yfirleitt heppinn með vinnuveitendur á meðan hann var á almennum vinnumarkaði og hefði svo verið, að hann hefði átt inni óúttekna orlofsdaga að starfsferli loknum, hefði hann örugglega fengið þá greidda orðalaust út svo sem samningar segðu til um.

Skjámynd 2024-08-16 081657Það munu vera lekandi gluggar hjá Hafrannsóknarstofnun og þó þar á bæ séu menn bleytunni vanir, vilja þeir vera lausir við hana þegar á skrifstofuna er komið.

Annars er það alvörumál hve illa er komið varðandi nýlegar byggingar, því svo er að sjá sem ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum við frágang þeirra og ef þær ekki leka, þá eru þær þjakaðar af myglu, nema hvort tveggja sé, og er þá ekki allt upp talið.

Menn voru svo gæfulausir að leggja niður Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og þetta er að nokkru leiti uppskeran.

Framsóknarmenn telja kannski að ekki þurfi að fylgjast með framgangi mála í þessum geira, enda hélt torfið á kofum fortíðar, vatni og vindum eftir því sem þeir telja og því skyldi þá ekki nútíma húsaklæðning geta gert það líka?

Mikil verðmæti liggja í húsum nútímans og það skiptir miklu máli hvernig þau reynast og því er eðlilegt að til sé stofnun, sem hægt er að leita til varðandi þessi efni og ritari man til að hafa leitað til þeirrar sem áður Skjámynd 2024-08-16 081520var til og hafa fengið þar góðar ráðleggingar og móttökur.

Við þurfum ekki á slíku að halda í nútímanum og kjósum frekar að fúska upp byggingum og sitja síðan uppi með skaðann.

Annars er það helst að frétta þessa dagana, að stöðugleiki ríkir í efnahagslífinu og því ætla stjórnendur ekki að lækka vexti, eftir því sem menn telja en vita ekki!


Höfn við Alviðruhamra?

Í Heimildinni er sagt frá hugmyndum sem upp hafa komið um höfn við Skjámynd 2024-08-16 072021Alviðruhamra.

Hugmyndin gengur út á að byggð verði höfn við hamrana og að hún yrði síðan notuð til útflutnings á vikursandi.

Að komnar séu fram hugmyndir um að gera mögulegt að nýta þá efnismyndun sem Katla hefur skapað á umliðnum öldum er áhugavert.

Áður gengu þær hugmyndir út á, að vikurinn yrði fluttur út frá Þorlákshöfn og að honum yrði ekið þangað á flutningabílum, eftir veikbyggðu vegakerfi Suðurlands.

Það hugnast mönnum ekki sérlega vel og þessi hugmynd hlýtur að teljast betri, reynist hún vera framkvæmanleg en í henni er jafnvel velt upp þeim möguleika, að vikursandurinn fari á færiböndum til hafnarinnar.

Gera má ráð fyrir að höfnin gæti einnig nýst sem aðstaða til annarra flutninga, ef af henni verður.

Skjámynd 2024-08-16 072039Á myndinni, sem fylgir greininni í Heimildinni, sést hvernig hamrarnir voru árið 1995.

Á þeim er viti sem settur var upp árið 1929 eftir því sem fram kemur í greininni, auk þess sem sæluhús mun vera á staðnum.

Reynist þetta raunhæfur möguleiki, myndi það verða til þess að í stað hafnleysis yrði höfn á suðurströndinni, auk þess sem gera má ráð fyrir að vikursandurinn yrði fluttur til skips með raforku, sem vonandi fæst framleidd hvað sem einkavinum náttúrunnar líður.

Við þurfum víst ekki að hafa áhyggjur af því að Katla gamla standi sig ekki í efnisframleiðslunni hér eftir sem hingað til, svo dugleg sem hún hefur verið á undanförnum öldum við þá framleiðslu.


Stríðsrekstur kostar bæði peninga og mannslíf

Í grein undir fyrirsögninni ,,As Israel Wages Genocide, Its Economy Is Buckling" er sagt frá stöðunni í Ísrael eftir stríðsreksturinn að undanförnu.

Skjámynd 2024-08-15 064558Skemmst er að sega frá því að það tekur í efnahag þjóðar að standa í stríði og það þó sá sem herjað er á, hafi ekki hina minnstu burði til að taka á móti því sem yfir hann gengur.

Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á að þjóðin sem þurfti að sæta glæpaverkum nasista í ,,Seinni heimsstyrjöldinni", skuli sitja uppi með leiðtoga sem virðast lítt skárri en þeir sem þá stóðu í óhæfuverkum.

Aðferðin er öðruvísi og er með því yfirlýsta markmiði að ,,eyða skuli Hamaz".

Eitt er yfir alla látið ganga og afsökunin er sú, að öðruvísi sé ekki hægt að taka á málunum, því Hamaz liðar séu innan um almenning.

Aumari getur afsökunin varla verið þegar verið er að réttlæta þjóðarmorð!

Það er óþarft að rekja söguna að baki stofnunar Ísraels en þó gott að rifja það upp, að ríkið var stofnað eftir að heimstyrjöldinni lauk og að ekkert tillit var tekið til þess að landið var byggt fyrir og að svo hafði verið frá ómunatíð.

Við sem erum kristin vitum hvernig fór fyrir Jesú, manninum sem boðaði frið meðal manna.

Það kemur fram í umfjölluninni sem hér er stuðst við að stríðsreksturinn sé farinn að taka í fyrir Ísrael en hæpið er, að það verði samt til þess að stöðva stríðið.

Við getum aðeins vonað að menn sjái til sólar og hætti glæpaverkunum.

Ekki tók ritari eftir að minnst væri á framlag íslensku ríkisstjórnarinnar til stríðsrekstrarins og er það með ólíkindum, að ekki megi finna framlög úr vösum smáþjóðarinnar í þessa hít, sé tekið mið af hve örlát hún hefur verið á peninga þjóðar sinnar í stríðsrekstur gegn Rússlandi.

Á íslenska ríkisstjórnarheimilinu er ekki sama hvað er um að vera þegar kafað er í veski almennings; það er ekki sama hver drepur hvern, hver sprengir hvern og yfirvegun er frekar lítil þegar kemur að fjárútlátum til stríðsrekstrar annarra þjóða.

Hin litla og friðsama þjóð velur sér sem sagt verkefnin ekki af yfirvegun og óhreinkar sig ekki á hverju sem er!

Að þessu sögðu óskum við þess að friður komist á milli þjóða, hvar í heiminum sem þær eru og að til valda komist fólk, sem sækir í frið en ekki ófrið.

Hvar sem það er statt og fer með völd, eða sækist eftir völdum.


Stríðið í austri

Styrjöldin milli Rússlands og Úkraínu er til umfjöllunar í sænska miðlinum Expressen og svo er að sjá sem þar sé verið að staðfesta það sem áður hefur komið fram en frekar lítið hefur verið haldið á lofti, vaðandi Skjámynd 2024-08-14 072614skemmdarverkin á Nord Stream gaslögnunum.

Þar segir að þýskur dómstóll hefur lýst eftir úkraínskum kafara, sem þýskir rannsakendur vilja hafa tal af vegna skemmdarverkanna og að það hafa verið gert í júní.

Þá er sagt frá því að rannsóknin sé unnin í samstarfi við þýsku miðlanna  Süddeutsche Zeitung og Die Zeit ásamt sjónvarpsstöðinni ARD  og Expressen.

Í greininni segir að alríkissaksóknaraembætti í Þýskalandi hafi borið kennsl á ,,þrjá einstaklinga" sem séu grunaðir og þ.á.m. 44 ára gamlan kafara sem sé eftirlýstur vegna málsins.

Nafn kafarans er gefið upp og sagt vera Volodymyr Zhuravlov sem sé 44 ára gamall maður sem sé eftirlýstur vegna málsins.

Þessi mannskapur mun hafa verið hluti af fimm manna áhöfn skútunnar Andrómedu og það er sem maður kannist við að hafa séð nafn hennar nefnt fyrr til sögunnar vegna þessara atburða.

Það hafði gengið á ýmsu vegna gasflutninga frá Rússlandi til vesturs áður en lagnirnar voru eyðilagðar og ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, sem talist gætu ábyrgir fyrir verknaðinum.

Úkraínumönnum þóttu lagnirnar ekki vera alslæmar, þar sem a.m.k. sumar þeirra lágu gegnum land þeirra, sem bauð upp á ýmsa góða kosti, eins og s.s. það, að ,,krækja" sér í gasslurk hér og þar á leiðinni, sem raskaði vissulega svefni bjarnarins í austri en gat yljað á köldum dögum.

Nú er það ekki í boði lengur því ekkert gas streymir eftir lögnunum og því gerum við ráð fyrir að ylur berist úr vestri, úkraínskum almenningi á vetrardögunum sem nú eru framundan!

Annars er það af þessum málum að segja, að undrun vekur hve rússneski Skjámynd 2024-08-14 075458björninn svaf fast á verðinum varðandi varnir Kúrsk, því a.m.k. í um áratug ef ekki lengur, hefur það verið aðall hinna úkraínsku að ráðast á varnarlítinn almenning á Donbas svæðinu eins og mörgum mun vera kunnugt.

Og því þá ekki Kursk?

Úkraínum tókst þó núna það sem þeir hafa verið að brasa við um langan tíma og það er að kveikja eld í kjarnorkuveri!

Það hefur staðið í þeim, varðandi kjarnorkuverið sem myndin er af.

Líklega hefur þess verið betur gætt, auk þess sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa verið þar við eftirlit á köflum.


Skólamálin

Á mbl.is hefur verið umfjöllun um stöðu skólamála og þá einkum með tilliti til svokallaðra samræmdra prófa, sem full þörf virðist vera, að veita athygli.

Skjámynd 2024-08-13 071802Hér er lítið dæmi um það sem ritað hefur verið um skólamálin í Morgunblaðið að undanförnu (klippan er frá 12/8/2024).

Þar hefur verið drepið á ýmislegt hvað varðar stöðu skólakerfisins og satt að segja kemur þar þeim margt á óvart, sem ekki er innvígður og innmúraður í það sem er og hefur verið að gerast á þeim vettvangi. 

Björn Bjarnason fyrrverandi  menntamálaráðherra hefur skrifað greinar um skólamálin og það sem þar hefur verið til umræðu og verður að telja líklegt að hann hafi nokkuð góða þekkingu og yfirsýn yfir þennan málaflokk.

Skólamálin hafa verið á forsjá Vinstri grænna á tíma núverandi ríkisstjórnar og því ætti ekki að koma á óvart, að ekki sé allt eins og best getur orðið í þessum málaflokki. 

Þó er rétt að taka fram, að þau sem sitja í ríkisstjórn og undir forystu stjórnmálaflokks af þessu tagi hljóta líka að verða að axla sína ábyrgð á því hvernig málum er komið.

Eitt dæmið er, að hringlað hefur verið með svokölluð ,,samræmd próf” yfir í próf sem ekki eru samræmd. 

Við sem erum ekki innmúruð inn í kerfið eigum e.t.v. erfitt með að skilja muninn og þó, því í orðunum liggur að ,,samræmd próf” séu sambærileg á milli skóla. 

Ritari er kominn á þann aldur að hann er ekki með börn í skóla en barnabörn eru vissulega stödd þar og því er það, að áhugi vaknar þegar umræða sem þessi fer af stað. 

Málaflokkurinn hefur fallið undir Vinstri græn í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og þó það samstarf hafi verið brösugt á ýmsan hátt, hefur ritari ekki frétt fyrr, af vinstrigrænum skringilegheitum á vettvangi skólamála, þó en játa verð, að við því hefði mátti búast. 

Björn sér ástæðu til að tjá sig um málið og því má gera ráð fyrir að eitthvað sé athugavert og vonandi verður hlustað á það sem hann leggur til málanna. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta ekki firrt sig ábyrgð á því sem hefur verið að gerast á þessu sviði, því þeir bera óbeina ábyrgð á því að vera með Vg í ríkisstjórn og lengst af undir forystu þeirra.

,,Vinstri græn eru græn", sagði maður einn um daginn við þann sem þetta ritar og lagði mikla áherslu á síðasta orðið.

Sá vildi meina að það væri náttúran sem lægi þar undir en við vitum flest að ekki stendur steinn yfir steini á því málasviði heldur. 

Ekki í atvinnumálum né umhverfismálum og nú ekki í menntamálum eins og Björn Bjarnason og fleiri hafa bent á.  

Þessari stöðu þarf að breyta og það sem fyrst.

Flokkurinn sem við er stuðst, er sem betur fer á á leið út af þingi í næstu kosningum ef fer sem horfir.

Sem vonlegt er, því það eru takmörk fyrir hvað ,,háttvirtir” kjósendur láta bjóða sér.   

Flokkarnir tveir, sem í ríkisstjórninni sitja með Vg-ingum geta samt ekki skorast undan ábyrgð, þó víst sé að þeir muni gera sem þeir geta til að hreinsa sig af málinu. 

Þegar menntamáli komandi kynslóðar eru í ólestri fyrir tilstuðlan stjórnvalda, þá er illa komið og háttvirtum kjósendum, sem svo eru kallaðir á tyllidögum.

Þeim kemur málið við og munu væntanlega segja sína skoðun í næstu kosningum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband