6.4.2025 | 05:48
Varanleg lausn?
Í vefriti rekumst við á umfjöllun um hugmyndir um hvernig ljúka megi styrjöldinni sem er milli Rússlands og Úkraínu.
Forseti Bandaríkjanna hefur haft ýmislegt á prjónunum varðandi átökin og haft uppi stórar yfirlýsingar um hvernig hann myndi koma á friði austur þar.
Hægt hefur gengið í því efni en við höldum í vonina um að hinn trompaði forseti nái sínu fram í þessu og að úr því verði friður.
Stjórnvöldum í Úkraínu líst mátulega vel á þessar hugmyndir forsetans og fram kemur í miðli sem ritari þekkir lítið, að því er haldið fram að hugmyndir séu uppi um að Bandaríkjamenn taki yfir rekstur kjarnorkuveranna sem eru innan Úkraínu.
Í fyrrnefndum miðli, vefritinu Remix, sem vitnað er til í grein Þjóðólfs er sagt frá hugmyndum Bandaríkjamanna um yfirtöku kjarnorkuveranna í Úkraínu.
Allt er þetta áhugavert og í hugann kemur það sem gengið hefur á, varðandi verið í Zaporizhia en eins og kunnugt er, þá hefur ýmislegt verið þar um að vera og ritara er minnistætt þegar sagt var frá því í fréttum að kjarnorkuverið lægi undir sprengjuárásum Úkraína.
Sagt var síðan frá því að eftirlitsaðilar frá Sameinuðu þjóðunum hefðu komið til eftirlits á aðstæðum í og við verið og að þeim hefði blöskrað að sjá skemmdirnar eftir sprengjur sem Úkraínar höfðu varpað á varnarhjúp þess.
Hjúpurinn hafði þrátt fyrir allt þolað álagið en vandamálið á þeim tíma var að Úkraínar gátu ekki hugsað sér að þiggja orku frá verinu þó svo hún væri gefin en ekki seld.
Nauðsynlegt var að losna við orku frá verinu, til að kjarnaofnarnir ofhitnuðu ekki.
Úkraínuleiðtogar gátu ekki hugsað sér að notast við orku sem menguð væri af rússnesku þjónustuliði og því fór svo, að Rússar fundu leið til að draga úr framleiðslunni án aðstoðar þeirra úkraínsku, enda ýmsu vanir í þeirri tækni sem þarna er notuð.
Í frásögninni, sem vitnað er til hér í upphafi, er sagt frá því að Bandaríkjamenn vilji yfirtaka rekstur kjarnorkuveranna í Úkraínu og eflaust er það ekki fráleit lausn, þó spurningar vakni um hversu vel þeir séu að sér um rússneska hönnun slíkra vera.
Ritari þessa pistils er ekki fær um að dæma í því efni en finnst þó líklegt að rússneskir tæknimenn þekki betur til búnaðar sem er rússneskur að uppruna, en þeir sem bandarískir eru.
Báðar þjóðirnar hafa orðið fyrir óhöppum í rekstri kjarnorkuvera sinna. Til dæmis á Þriggjamílna eyju og í Chernobyl.
Rétt er samt að bæta því við, að þegar óhappið mikla varð í Chernobyl kjarnorkuverinu, þá var það vegna afskipta þeirra sem vissu frekar lítið um kjarnorkuver og því fór sem fór.
Mannleg mistök var það kallað og sýnir að menn eiga ekki að vera að skipta sér af því sem þeir þekkja ekki nægjanlega til og það er væntanlega hægt að gera athuganir á virkni neyðarrafstöðva, án þess að stefna rekstri kjarnorkuveranna í hættu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2025 | 06:36
Til heiðurs þeim sem björguðu heiminum
Menn ætla að koma saman og minnast þeirra sem fórnuðu sér fyrir þá sem síðan nutu sigursins.
Það er ekki laust við að farið sé að fenna yfir í hugum sumra en þó kann það að vera á misskilningi byggt.
Hvað sem því líður þá ætla forystumenn sumra þeirra þjóða sem sigruðu nasismann og fasismann, að minnast sigursins. Frá því er sagt á Russya Today og víst er að oft hefur verið komið saman af minna tilefni.
Xi Jinping mun mæta og gera má ráð fyrir að það geri fleiri.
Skemmst er frá því að segja að Rússar (Sovétríkin), færðu einhverjar mestu fórnir sem um getur til að hrinda af sér innrásarher þýskra nasista og fylgiríkja þeirra og það tókst og við megum vera þakklát fyrir það.
En hvað situr eftir og hvernig er staðan núna? Hún er í stuttu máli skelfileg, þjóðin sem nasistar lögðu mikla áherslu á að útrýma er í hryllilegu stríði á Gasa og víðar og stefnan er að flæma þjóðina sem fyrir er á landsvæðinu á brott og svo er að sjá sem forseti Bandaríkjanna styðji þau áform.
Þeim áformum er fylgt eftir af miklum krafti og eyðileggingin á Gasa er slík að flestum hryllir við og það svo að teikn eru um, að yfirvöldum í Bandaríkjunum sé farið að þykja nóg um.
Við höfum lesið um og séð myndir frá Dresden, Hirosima, Nagasaki, Vietnam, Írak og fleiri stöðum og flestum finnst sem löngu sé komið nóg.
Það er sem sífellt sé hægt að finna siðlaus stjórnvöld sem einskis svífast og sem finnst tilgangurinn helga meðalið.
Eitt sinn vorum við í hópi ,,hinna viljugu þjóða" og sú skömm hefur aldrei og verður trúlega aldrei, hreinsuð af okkur.
Við tókum ekki sérlega vel á móti landflótta fólki sem til okkar leitaði í seinni heimstyrjöldinni.
Tíminn leiddi hins vegar í ljós að margt af því fólki skilaði miklu til þjóðarinnar, sem var rétt að byrja að fóta sig í þeirri sjálfstæðu tilveru sem var rétt handan hornsins.
1.4.2025 | 07:19
Skotin og urðuð með jarðýtum
Þau voru að reyna að hjálpa, voru í búningum sjúkraliða, óvopnuð og ógnuðu engum en voru skotin og urðuð eins og um úrgang væri að ræða.
Frá þessu er sagt í The Guardian og frásögnin er ekki fögur.
Miðillinn segir frá því að 15 palestínskir björgunarsveitamenn hafi verið drepnir af Ísraelum og hafa frásögnina eftir fulltrúum frá Sameinuðu Þjóðunum.
Fréttin er ekki fyrir viðkvæma en sagt er frá því að hjálparsveitafólkið hafi verið að sinna sínum störfum, þegar það var skotið og líkunum síðan komið í holu sem búin var til með jarðýtu og að því loknu jarðvegi ýtt yfir.
Eða eins og segir í umfjöllun miðilsins í vélrænni þýðingu:
,,Að sögn mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (Ocha) voru palestínskir Rauði hálfmánar og almannavarnastarfsmenn í leiðangri til að bjarga samstarfsmönnum sem skotið hafði verið á fyrr um daginn, þegar greinilega merkt ökutæki þeirra urðu fyrir mikilli skothríð Ísraela í Tel al-Sultan-hverfinu í Rafah- borg. Embættismaður Rauða hálfmánans á Gaza sagði að vísbendingar væru um að að minnsta kosti einn hefði verið handtekinn og drepinn, þar sem lík eins hinna látnu hefði fundist með hendur hans bundnar."
Það verður seint á mannskepnuna logið og dapurlegt er að hugsa til þess að þjóðin sem þurfti að þola einhverjar mestu hörmungar sem um getur í heimsstyrjöldinni síðari, sé síðan gerandi í að því er best verður séð, útrýmingu þjóðar sem búið hefur á svæðinu um aldir.
Ekki er það til uppörvunar að á bakvið er einn helsti fulltrúi lýðræðis, sem svo telur sig vera.
Og eftir að hafa breytt búsvæði Palestínumanna í rústum þakta auðn, þá leggur forseti þess ,,lýðræðisríkis" til að palestínska þjóðin verði flutt burt af svæðinu og eitthvað annað.
Nema að sjálfsögðu ekki til Bandaríkjanna, heldur til ríkjanna sem eru í grennd við Ísrael!
Myndirnar eru úr frásögn The Guardian.