Bréfið og Silfrið

Zelensky mun hafa ritað bréf til Trumps og á CNN er myndskeið þar sem Trump segir frá bréfinu.

Skjámynd 2024-11-11 062925Þegar ljótleikinn er hafinn upp og orðbragðið milli ráðamanna heimsbyggðarinnar er ekki sem huggulegast, er gott að virða fyrir sér eitthvað fallegt, þó það komi innihaldi þessa pistils ekkert við.

Hið ill- leysanlega Úkraínumál er eftir því sem best verður séð, komið í hendur Trump hins nýja forseta Bandaríkjanna.

Ekki eru allir ánægðir með hvernig hann hefur tekið á því máli og frægastur er fundurinn í ,,Oval office“, þar sem Zelensky var veginn metinn og léttvægur fundinn.

Vilji menn frið verða menn að segja það og meina það en á það hefur skort hjá hinum úkraínska forseta.

Gera má ráð fyrir að hann reyni að tala eins og honum er uppálagt að gera en vindar breytast hratt í ríkinu sem fáir hugsuðu mikið um þar til nýlega þ.e.a.s. áður en Rússar misstu þolinmæðina með alkunnum afleiðingum.

Hvað sem segja má um Trump, þá verður því seint haldið fram að hann geti ekki hrist upp í mönnum með sinni framgöngu.

Hann er óhefðbundinn stjórnmálamaður og svo er að sjá, sem hann vilji rusla hlutunum af, afgreiða málin með snöggum hætti og í þessu tilfelli, til að koma á friðið milli ríkja sem staðið hafa í blóðugri baráttu.

Styrjaldir eru viðbjóður og eitt ömurlegasta sýnishorn af því sem mannskepnan hefur fundið upp til að leysa(!) deilur milli landa, eða réttara sagt milli leiðtoga landa.

Það þarf ekki að kafa djúpt í söguna til að finna frásagir af styrjöldum milli þjóða og svo er að sjá, sem seint muni koma sá tími að menn muni finna aðra lausn til að leysa úr deilum – en hún er þó til.

Ef við gætum tekið upp þann sið að ræða málin af yfirvegun og sanngirni þegar ágreiningur kemur upp, væri staðan öðruvísi.

Við þurfum siðbreytingu og það í stórum stíl; siðbreytingu sem gengur svo langt að gerbreyta hugsunarhætti og framkomu milli manna og þjóða.

Við sáum í Silfrinu á Rúv fyrir skömmu, samskipti milli ólíkra pólitískra afla og þau gengu að flestu leiti ágætlega fyrir sig, nema að formaður Miðflokksins taldi sig þurfa að hafa orðið, þótt hann hefði nánast ekkert að segja!

Fulltrúinn skar sig í því úr hópnum, því hann taldi sig hafa meira að segja en innistæða var fyrir, á meðan aðrir sátu á strák sínum, nú eða stelpum, ef menn vilja hafa það þannig, á tímum hins mikla jafnréttis!


Fuglar og menn

Tveir fuglar stinga saman nefjum og velta fyrir sér tilverunni. Mannlífið er þeim talsvert hugleikið og þeir sjá margskonar samsvörun milli manna og dýra.

Skjámynd 2025-03-04 065601 Heyrðu félagi, hefurðu fylgst með Morgunblaðinu frá því fyrir og eftir kosningarnar?

Nei, kannski ekki nógu vel til þess að ég geti haft eitthvað sem máli skiptir eftir, en þú?

Jú, jú, blessaður vertu, nú eru þeir orðnir svo róttækir að gamli Þjóðviljinn sem var, er sem hreinn hégómi í þeim samanburði.

Rétt hjá þér og vilja allt bæta, betra og laga, er það ekki?

Jú, nú má t.d. ekki taka við peningum úr ríkissjóði nema vera til þess sérstaklega skráður, veginn og réttmætur metinn.

Rétt er það og batnandi mönnum er best að lifa er það ekki?

Jú, jú og nú skal allt vera rétt gert, en ég hef áhyggjur af einu.

Hvað er það gamli, góði vinur? Þú ert ekki vanur að láta áhyggjurnar þjaka þig, hvað er að?

Það er þetta með vináttuna sem ég er að hugsa um þ.e.a.s. af hverju eru bestu vinir allt í einu orðnir verstu vinir og öfugt?

Hvað áttu við með því?

Nú eru Bandaríkjamenn ekki lengur vinir okkar og það þykir mér dálítið leitt.

Blessaður vertu ekki að láta það þjaka þig og þyngja hugann, Úkraínar eru komnir í staðinn og þeir eru miklu betri!

Er það af því að þeir eru í stríði við Rússa?

Já, þannig er það nú, að maður skiptir um föt þegar hentar.

En vinir eru ekki föt!

Rétt hjá þér, þeir eru ekki föt en sé maður sjálfstæðis, þá skiptir maður um vini til að vera ferskur.

Skjámynd 2025-03-05 055318Er það eins með hina flokkana?

Já, já, þú sérð t.d. Samfylkinguna, hún er núna komin í lið með Úkraínum og nýnasistunum þar og kann sér ekki læti og það svo, að gamli utanríkisráðherrann er sem hreinræktaður kommi í þeim samanburði.

Satt segirðu, hún er skrýtin tík þessi pólitík!


Samskipti þjóða og manna

Rússar hafa farið fram á að opnað verði að nýju fyrir beint flug milli Rússlands og Bandaríkjanna.

Frá þessu er sagt á vef CNN og svo virðist sem að óskin sé sett fram í beinu Skjámynd 2025-03-01 075721framhaldi af sneypuför Zelensky á fund með forseta Bandaríkjanna.

Hvort það er þannig verður ekki fullyrt af ritara en tímasetningin gæti bent til þess.

Flestum mun vera kunnugt hvernig þeim gekk að ræða málin á fundi sem fram fór fyrir stuttu, þar sem Trump skammaði Zelensky fyrir óraunsæi og heimtufrekju.

Sá veldur miklu sem upphafinu veldur, segir í íslensku máltæki en eins og kunnugt er þá er sannleikurinn afstæður og því er því hafnað af þeim sem styðja úkraínsk ,,stjórnvöld", að þau eigi nokkra sök á því hvernig komið er og því ástandi sem við fylgjumst með í fréttum.

Þó eru þeir til sem muna eftir viðvörunum Rússa sem birtust í formi vopnaskaks við ,,landamærin" milli ríkjanna og við munum líka að enginn friður ríkti í sjálfstjórnarhéruðunum eins og samið hafði verið um.

Það er í þessu eins og fleiru, að hver upphafinu veldur getur verið valkvætt og þar með líka í þessu tilfelli, hver ber ábyrgð á átökunum milli þjóðanna.

Við munum hollenska farþegaþotu sem skotin var niður af varnarliðum í Donbass fyrir herfileg mistök manna sem ekki kunnu með loftvarnarbúnað að fara.

Munum líka eftir fjöldagröfum sem árásarliðar frá Úkraínu höfðu grafið til að hylja óhæfuverk og líka óhugarlegar misþyrmingar á rússneskum hermönnum sem fengið höfðu það hlutverk að æða inn í Úkraínu í að því sem virðist hafa verið algjörlega vanhugsaður gjörningur.

Misþyrmingarnar enduðu með drápum en upptaka birtist á netmiðlum, þar sem fram kom hvernig staðið var að drápunum en eins og kunnugt er þá þykir það ekki boðlegt að myrða handtekna hermenn sem eru einungis að gera það sem þeim hefur verið skipað að gera.

Endalaust er hægt að þusa um þessa hluti en ef það reynist svo að forseta Bandaríkjanna takist að stöðva átökin, þá er það af hinu góða.

Þar er hins vegar við ramman reip að draga. því vilji er ekki fyrir að friður komist á og ófriðurinn er studdur dyggilega af stjórnvöldum í vestur- Evrópu og þar á meðal á Íslandi, þar sem ný ríkisstjórn eys af auknum krafti peningum úr ríkissjóði í stríðsrekstur Úkraína.

Ritari vonar að Trump nái því að trompa þetta lið og koma á friði, friði sem augljóslega verður ekki komið á með því að skaka kjarnorkuvopn framan í ,,andstæðinginn" sem eitt sinn þótti góður bandamaður þegar ,,vinirnir" vildu hreinsa upp auðlind hinnar litlu þjóðar norður í Atlantshafi.

Þá var gott að leita til Sovétríkjanna eftir stuðningi og viðskiptasamböndum og þeir sem fyrir því stóðu voru Sjálfstæðismenn!


Fundurinn og eftirköstin

Þeir komu saman til spjalls og ráðagerða í Washington, Trump og Zelensky og af því er orðinn mikill hvellur, sem er til umræðu í ýmsum miðlum og þ.á.m. á BBC, fyrir nú utan það, að íslenskir ráðherrar hafa séð ástæðu til að eyða íslenskum milljörðum í hergögn.

Umfjöllun BBC fylgir myndin hér að ofan og eins og sjá má eru karlarnir ekki Skjámynd 2025-03-02 071624alveg á eitt sáttir.

Trump segist ekki vilja stefna heimsfriðnum í hættu en Zelensky segir þjóð sína vera að berjast fyrir lífi sínu og sjálfstæði.

Gera má ráð fyrir að sannleikurinn liggi einhverstaðar þarna á milli og úr því þarf að vinna, til að úr verði friður, í stað þess að hætta á víðtækari átök.

Gera má ráð fyrir að innst inni sé vilji fyrir friði hjá hinum úkraínska forseta en við vitum það ekki með vissu, hann hefur ekki talað þannig og ekki er víst, að honum leyfist að tala þannig.

Forseti Úkraínu hefur sitt ,,bakland“ eins og það er kallað og í því baklandi eru ekki allir einlægir friðarsinnar og því verður forsetinn að haga orðum sínum í samræmi við þann veruleika.

Hvað sem segja má um skemmtikraftinn fyrrverandi, þá verður að viðurkenna að honum hefur gengið ágætlega að fá á sitt band fjöldann allan af vestrænum stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og almenningi.

Við sjáum stundum fréttaflutning ýmislegt sem ekki stenst skoðun, fullyrðingar sem ekki standast o.s.frv. og flest er þetta sett fram á þann hátt, að Úkraína sé að berjast fyrir frelsi sínu en það er með frelsið eins og svo margt annað að það er teygjanlegt hugtak.

Samkvæmt því sem ritari veit best er verið að berjast um svæði sem kallað er Donbas og inniheldur Lughansk og Donesk.

Um það mun hafa verið samið árið 2014, að þessi svæði væru svokölluð ,,sjálfstjórnarsvæði“, sem ekki væru undir stjórn Úkraínu né Rússlands.

Það gekk misjafnlega eins og mörgum er kunnugt og ástæðan var ágengni úkraínskra manna inn á svæðið, manna sem frömdu þar ýmsa glæpi og jafnvel fjöldamorð sé tekið mið af því sem fundist hefur þar grafið í jörðu.

Maður nokkur sem ritari þekkir vel, hafði það eftir fyrrverandi tengdaföður sínum sem bjó austur þar, að hann vonaði það heitast að Rússar kláruðu dæmið fljótt og vel, þegar hann varð var við að þeir voru búnir að missa þolinmæðina og voru komnir inn á svæðið með her sinn.

Hvað sem þessu líður skulum við öll vona að friður komist á; Rússar eru búnir að setja fram sínar kröfur fyrir friði og þær eru einfaldlega að svæðið fái frið fyrir Úkraínum Því er spurt:

Hvers vegna er ekki hægt að ræða frið á þeim forsendum?


Upphaf enn meiri hörmunga?

BBC segir frá niðurstöðu rannsókna á upphafi þess sem við könnumst við sem stríð Ísraels á Gaza.

 

Skjámynd 2025-01-13 063512Ekki sá ritari að undirliggjandi ástæður þess mikla haturs sem ríkir milli Araba og Ísraels hefði verið skoðað í þessu samhengi en það má rekja langt aftur í sögulegu tilliti.

Ísrael var ,,vakið upp" eftir heimstyrjöldina síðari eftir að mönnum varð ljóst, hvað hafði gerst í Þýskalandi og víðar undir stjórn og með hernaði Nasista.

Heimsbyggðin var í losti eftir að dregið hafði verið fram í dagsljósið hvernig Þjóðverjar og dindilmenni þeirra höfðu hegðað sér á stríðstímanum.

Um þetta má fæðast eftir ýmsum leiðum og t.d. er bókin ,,Ég lifi" þar sem sögð er saga Martin Grey sem er ágæt heimild, þó hún sé ekki nema einn nagli ef svo má segja, í sögu sem aldrei má gleymast.

Það sem vakti athygli ritara þegar hann las sögu Martins og það sem kom honum einna mest á óvart, var hve illa hann bar úkraínskum handbendum Nasista söguna en þar fram kom, að þeir voru jafnvel enn verri en hinir þýsku nasistar sem yfir þá voru settir, t.d í fangabúðunum.

Stríðið milli Rússa og Úkraína að undanförnu hefur vakið ýmislegt upp og gera má ráð fyrir að Rússar muni söguna.

Rússar gleyma ekki því sem gerðist þegar Þjóðverjar og handbendi þeirra og þar á meðal voru Úkraínar réðust inn í Sovétríkin og vísa má til stríðsminjasafnsins í Pétursborg sem dæmi um hvernig sögunni og minningunum er haldið til haga.

Það var hljóður hópur sem skoðaði safnið ásamt ritara fyrir nokkrum árum og auðfundið var að mönnum var brugðið við að virða fyrir sér raunveruleikann.

Íbúar borgarinnar þurftu að líða ómælanlegar hörmungar af hálfu nasista í umsátrinu langa en sögunni tókst að bjarga sem betur fer, þó svo virðist sem nóg sé til að fólki sem sé tilbúið til að gleyma og jafnvel leggur sig fram um að gleyma.

Og enn er barist og sér ekki fyrir endann á og þar eru m.a. íslenskir fjármunir látnir streyma til stuðnings þeim öflum sem vilja halda ófriðnum við og skiptir þá engu máli þó búið sé að skipta um ríkisstjórn í landinu okkar góða og tiltölulega friðsamlega, þó það hafi ekki alltaf verið svo í sögulegu tilliti.

Fyrrverandi ríkisstjórn með vinstrigrænan forsætisráðherra og ,,grænan" utanríkisráðherra, ruddi slóðina fyrir íslenskan stuðning við ,,heiðursmanna" samfélagið sem ,,stjórnar" Úkraínu.

Við spyrjum hvort til standi að eyða aflafé lítillar þjóðar í fjármögnun stríðsátaka víðar um heiminn?

Það er af nógu að taka, standi vilji íslenskra stjórnmálamanna til þess að styðja og hjálpa til við rekstur drápsliða hverskonar og sé vilji til, geta þeir flengst vítt um heiminn til að sanna ágæti sitt.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband