Icesave

Hvern langar til að samþykkja Icesave? Hverjir komu bönkunum í hendur vina sinna í bróðurlegri skiptingu milli Framsóknar og Sj.fl.? Langar þautil að ábyrgjast samninginn við Holllendinga og Breta? Ekki er svo að sjá. Ekki er heldur svo að sjá að þau vilji í einu né neinu axla ábyrgð á afleiðingum stjórnar sinnar undanfarin ár. Þau afrekuðu það að koma bönkunum, Seðlabankanum og að lokum íslenska ríkinu á höfuðið að ógleymdum öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem farin eru sömu leið. Svo er helst að sjá að þau séu ekki í þessum heimi því, forsprakki þeirra til margra ára, er með yfirlýsingar í Mbl. síðastliðinn sunnudag og virðist fullkomlega heillum horfinn og ræðir þar um að ekki megi setja íslensku þjóðina á hausinn! Hefur víst mörgum farið svo að þeir hafi ekki almennilega trúað að rétt væri lesið. Er það ekki einmitt það, sem hann og hans kónar, eru búnir að gera, setja þjóð sína á hausinn, svo eftir er tekið um veröld víða.

Nú er svo er að sjá að Hollendingar og Bretar ætli að gefa okkur möguleika á að komast út úr þessu svínaríi með skottið á milli fótanna, en ekki teygt framundir kvið, en þá bregður svo við, að þeir sem alla tíð hafa legið hundflatir  fyrir heimsvaldasinnum, eru komnir í þann ham að væna aðra, einkum þá sem eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður, um landráð.

 

Ja, svei, líti þeir sér nær. Það sannast hér sem oft áður að þeim fer best falsið og fláræðið.

Ekki er annað að sjá en íslenska þjóðin verði að bera á herðum sér afleiðingarnar af framferði tvíbura og helmingaskiptaflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðis.. Það er ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta á meðan lifað er eftir reglunni um að: Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

 

Víst verður þingið að samþykkja ábyrgð á Icesave, þótt engan langi til þess og allir vildu í dag að fólkinu, sem steypti þjóðinni fram af hengifluginu, hefði aldrei verið trúað fyrir neinu. Þannig er það samt ekki, því þetta lið var margkosið til að fara með fjöregg þjóðarinnar af þeirri sömu þjóð sem nú vill, sem vonlegt er, ekki kannast við neitt og lætur sem hún hafi hvergi nærri komið.

 

Að vísu var Bjarni Benidiktsson í stjórn N1, Tryggvi Þ. í Askar Capital, Finnur í VÍS, Valgerður líka og Sigmundur, hvar var hann? Rétt hann var að stúdera borgir, ekki má gleyma því og best að fara ekki meira út í þetta í bili því líklega er það ærið verkefni fyrir Agnesi Braga að rekja öll þau kross sambönd og flækjur sem finna má ef grannt er skoðað.

 

Niðurstaðan er sem sagt þessi: Þingið verður að samþykkja ábyrgðina með fyrirvara, annað er ekki hægt, nema ætlunin sé að Ísland verði einhverskonar norðlæg Kúba, einangrað og sniðgengið í samfélagi þjóðanna.  


mbl.is „Mér er sagt það sé til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; búhöldur og vélfræðingur, góður !

Æ ofan í æ; skalt þú hvítþvo 3. frjálshyggju flokkinn, Ingimundur minn; Samfylkingu Dauðans, eins og ég kýs að kalla hana, í ljósi fjandskapar hennar, gagnvart landsbyggðinni, sem þeirri helstefnu, hverri hún fylgir, til að gera Ísland, að gnægtaborði Nazista veldisins - Fjórða ríkisins, suður í Brussel.

Reyndar; má setja þá alla : B - D - S og V lista, undir sama andskotans keraldið, hvað varðar niðurdrabb lands okkar, lýðs og fénaðar.

Velti fyrir mér; síðast í dag, hversu hugarfylgsnum fólks, sem styddi þessa skratta, væri illa komið - þó ekki væri; nema í ljósi sögu okkar, liðlega 20 árin síðustu, eða þar um bil.

Með beztu kveðjum; engu að síður, austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 22:49

2 identicon

Er ekki kerald ílát, einskonar tunna eða bali jafnvel? Er þá ekki rétt að setja "B,D,S og V ofaní sama keraldið frekar en undir? Ég bara spyr?

Þórey Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband