Áfram Framsókn!!!

 

Þeir fóru mikinn Höskuldur og Sigmundur þar sem þeir stormuðu upp stéttina fyrir framan Stjórnarráðið í gær, enda lá þeim mikið á hjarta. Fótaburðurinn var svo glæsilegur að lengi mun í minnum verða haft og víst er að í framtíðinni munu allir helstu og glæsilegustu stóðhestar þjóðarinnar verða eftir þeim skírðir og gætu kynningar þá hljóðað eitthvað á þessa leið: Hér kemur Höskuldur frá Bakka á glæsilegu tölti – takið eftir fótaburðinum, hann er óvenju glæsilegur... eða: Sigmundur frá Túni er óvenju fallegur þar sem hann geysist fram völlinn og er hreint ekkert út á túni núna og þrátt fyrir að hann hafi skorið sig niður um 20% er hann alveg hreint glæsilegur á að horfa!

 

Já, þeim lá mikið á hjarta, þurftu að flýta sér, höfðu boðskap að flytja og höfðu ekki haft tækifæri til að fara í sparibuxurnar. Gallabuxurnar urðu að duga í þetta sinn, því nú lá mikið við, sjálft hjálpræðið beið rétt handan við hornið og þeir fluttu boðskap: Ekkert 20 (%) núna og heldur ekki 200 nei, heldur 2000 milljarðar voru svona rétt við það að skoppa upp úr rassvösum þeirra félaga og eins og stundum áður þá kom hjálpræðið að utan og í þetta skiptið frá Noregi. Það er að segja Framsóknarflokki þeirra Norðmanna; þeim rennur sem sagt til rifja hvernig komið er fyrir gömlu nýlendunni þeirra, vilja koma til bjargar, ekki með skipum í þetta sinn, heldur peningum í slíku magni að í skipsförmum gæti talist.

 

Þessu hlýtur fjármálaráðherrann að fagna, svo Noregselskandi sem hann er, enda er hann framsóknarmennskan uppmáluð í öðru veldi og þannig séð langt ofan við og yfirhafinn þá ungu menn sem í gær töltu svo glæsilega um völlinn. Vonandi er að sýrubaðið hafi ekki verið kalt og ekki heldur of súrt í Stjórnarráðinu og þeir félagar geti því í framtíðinni komið þjóð sinni til bjargar sem hingað til. Hollt er hverri þjóð... o.s.frv. og sannaðist það í gær. Framsókn hefur ráð undir rifi hverju 20% og 2000 milljarða, ekki málið; hugmyndabankinn er stór og það sem best er, ótæmandi í fjósinu því.

 

Heppnin elti fréttamennina í gær, hver sýningin elti aðra: Ögmundur með boginn og brostinn niðurskurðarhnífinn og síðan rúsínan í pylsuendanum: Höskuldur og Davíð á þessu glæsilega yfirferðartölti. Getur tæpast betra orðið.


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Stóru  trompinn skjótast úr erminni á þeim Knold og Tot.

Hörður Halldórsson, 1.10.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Ekki laust við það Hörður

Ingimundur Bergmann, 1.10.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband