Sjálfstæðismenn spyrja

Ole Ant­on Bielt­vedt spyr margra spurninga í grein sinni í Morgunblaðinu (9.2.2021) og er talsvert mikið niðri fyrir; segist hafa birt grein fyrir tæpum þremur árum og þá hafi hann spurt:

,,Hvað varð um Sjálf­stæðis­flokk­inn okk­ar?"

Tilefni spurningarinnar var, að hann hafði verið fjarri í um 30 ár og kannaðist ekki við gamla flokkinn sinn er hann kom til baka, en þegar hann fór var Sjálfstæðisflokkurinn, að hans sögn, líkur Kristilega demókrataflokknum þýska. Gamli Sjálfstæðisflokkurinn var þegar hann ,,kom til baka árið 2016" orðinn líkur Alternati­ve für Deutsch­land, sem Ole segir að ,,mun[i] vera hægrisinnaður [...] þjóðern­is-, öfga- og íhalds­flokk­ur" klofningur út úr Kristilegum demókrötum.

Ole undrast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera andsnúinn nánara samstarfi við Evrópusambandið og er hann ekki einn um það. Framsóknarflokkurinn er á móti slíku samstarfi þessa stundina, það sama gildir um Vinstri græn (nema hvað reikna má með því að þar á bæ sé sú afstaða viðvarandi) og Miðflokkurinn er á sömuleiðis á móti því sem flestu öðru sem skynsamlegt gæti verið og til framfara horft fyrir íslenska þjóð.

Spurningarnar er nokkrar sem Ole spyr og eftirfarandi eru orðrétt upp teknar:

2021-02-09 (2),,Hvað var orðið um skiln­ing, þroska og stjórn­mála­lega sýn for­ystu þessa flokks, sem þó var skipuð ungu og að sjá álit­legu og hæfi­leika­ríku fólki?

Skildi það ekki að álf­an okk­ar, Evr­ópa, mun ekki geta staðið af sér áskor­an­ir og ógn­ir langr­ar framtíðar nema sam­einuð og sam­stillt?

Skildi það ekki að vel­ferð, menn­ing og ör­yggi barn­anna okk­ar og barna þeirra væri í húfi?

Skildi það ekki að við vor­um þá þegar kom­in 80% í ESB í gegn­um EES-samn­ing­inn og þátt­töku í Schengen og höfðum und­ir­geng­ist að taka upp og hlíta reglu­gerðum og lög­um ESB án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setn­ingu þeirra?

Skildi það ekki að með því að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengj­um við okk­ar eig­in komm­iss­ar (ráðherra) hjá ESB eins og all­ar aðrar aðild­arþjóðir – hver þeirra hef­ur aðeins einn – sex þing­menn á Evr­ópuþingið og fullt neit­un­ar­vald gagn­vart nýj­um lög­um og öll­um meiri­hátt­ar ákvörðunum og gæt­um þannig tekið þátt í allri evr­ópskri stefnu­mót­un og laga­setn­ingu?"

Það er von að spurt sé um skilning og við erum mörg sem eigum erfitt með að skilja hvernig þessi mál hafa þróast. Við undrumst ekki að núverandi miðflokksmaður og þáverandi utanríkisráðherra upprunninn úr Framsóknarflokknum hafi sett samningaviðræður við ESB í biðstöðu, en undarlegt er að flokkar sem vilja láta líta á sig sem raunverulega stjórnmálaflokka, hafi tekið svo vanhugsaða og óábyrga afstöðu í máli sem skiptir þjóðina mjög miklu.

Ekki er sem samningaviðræðunum hafi lokið með neikvæðri niðurstöðu síður en svo, þær voru rétt farnar af stað þegar þær voru settar í biðstöðu. Og fyrir okkur sem ekki erum ekki innvígð og innmúruð í Sjálfstæðisflokkinn er eftirfarandi áhugavert og góð upprifjun inn í umræðu nútímans og er haft eftir Bjarna heitnum Benediktssyni. (Við sem gaman höfðum af að fylgjast pólitíkusum fortíðarinnar minnumst þeirra Bjarna og Magnúsar Kjartanssonar í sjónvarpsumræðum sinnar tíðar. Báðir eru þeir látnir þessir heiðursmenn, en minningin um þá er góð):

„Við eig­um þess vegna ekki að ótt­ast sam­vinnu við aðra, held­ur sækj­ast eft­ir henni til að bæta landið og lífs­kjör fólks­ins sem í því býr.“ sagði Bjarni heitinn (skv. Ole) og ættu flestir að geta tekið undir þau orð.

Skotin á núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins eru ekki öll upptalin og hér kemur eitt: ,, Það er rauna­legt að for­ystumaður sem leiddi flokk­inn fyr­ir meira en hálfri öld skuli hafa séð og skilið okk­ar tíma bet­ur en nú­ver­andi for­usta, sem virðist heltek­in af göml­um kreddu­kenn­ing­um og þjóðern­is- og ein­angr­un­ar­hyggju."

Og hér er annað: ,,Það er líka og ekki síður rauna­legt, nán­ast hörm­ung­ar­saga, að for­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins skuli ekki hafa skilið hví­líkt ólán­stól ís­lenska krón­an hef­ur verið og er og hversu illa hún hef­ur farið með lands­menn í flest­um hugs­an­leg­um form­um síðustu öld­ina."

Og skotin eru fleiri: ,,Hvaða heil­vita maður get­ur eig­in­lega staðið fyr­ir slíkri stefnu, hvað þá ungt, hæfi­leika­ríkt og vel menntað fólk!"

Og síðan:

,,Ég skrifa þessa grein akkúrat nú í til­efni þeirr­ar ágætu grein­ar sem Friðjón R. Friðjóns­son skrifaði í blaðið 28. janú­ar og þá um leið í til­efni af þeirri moðgrein sem birt var eft­ir Brynj­ar Ní­els­son 30. janú­ar og inni­hélt ekk­ert nema orð."

Menn innan Sjálfstæðisflokksins eru sem sagt misánægðir með ,,lopapeysupólitík", svo notað sé orðalag sem Steingrímur Sigfússon notaði um Vinstri græn nýlega og sem lesa má í Kjarnanum. Eru misánægðir með núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins og vilja sjá breytingu.

Stjórnmálasamtökin Viðreisn eru klofningur fólks úr Sjálfstæðisflokknum og nú er spurningin hvort enn muni tínast af hinum gamla flokki og víðsýnt og frjálslynt fólk muni í auknum mæli gefast upp á þeim sem eru ,,ekkert nema orð".

Lokaorð Ole eru og framtíðarsýnin er skýr:

,,Von­andi nær þess neisti að verða að báli sem fer sem eld­ur í sinu um flokk­inn og nær að hrekja afdankað lið ungra og ald­inna til síns rétta heima; í Miðflokk­inn."

Það helsta sem er að óttast ef að þessi ósk raungerist, er að Miðflokkurinn yrði líklega stærstur allra flokka, sé miðað við hve ,,afdalamennskan" er ríkjandi innan núverandi stjórnarflokka auk Miðflokksins. Enginn afstöðumunur er greinanlegur hjá Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Vinstri grænum og Miðflokknum varðandi ESB- málin og því gæti svo farið að Miðflokkurinn myndi bólgna ónotalega út, ef allt ,,lopapeysu" og ,,afdalaliðið" færi þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband