Tjón á sauðfé á vegum úti.

18 farþegaflugvélar lenda í Keflavík segir í frétt Morgunblaðsins (16.7.2020).

2020-07-16 (2)Til hliðar við þá frétt er sagt frá því að mun færra fé hafi orðið fyrir bílum og er það þakkað minni umferð erlendra ferðamanna. Eða eins og segir í fréttinni:

,,Mun sjaldnar hefur verið ekið á fé á vegum landsins það sem af er ári en á sama tíma undanfarin ár."

Undir lok fréttarinnar greinir frá reglum tryggingafélaganna varðandi bætur fyrir sauðfénað sem verður fyrir bílum:

,,Tryggingafélögin eru með samræmdar bætur fyrir sauðfé sem drepst. Greiddar eru 15.800 krónur fyrir lamb og 44.800 kr. fyrir fullorðið fé."

Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:

,,Ábyrgð á tjóni þegar ekið er á búfé á vegum er ávallt ökumanns bifreiðarinnar, ef lausaganga búfjár er leyfileg á þeim stað."

Samkvæmt þessu er gengið út frá því að hvert innlagt lamb leggi sig á tæpar 16 þúsund krónur og fullorðin kind á tæpar 45.000,- kr.

Í umfjöllun þessari kemur eftirfarandi fram varðandi þessi tjón:

,,VÍS hefur fengið á hverju ári 300 til 350 tilkynningar um tjón þar sem ekið hefur verið á búfé. Ljóst er að það verður ekki á þessu ári því síðastliðinn sunnudag hafði félagið fengið tilkynningar um 89 slík tjónstilvik. Er fjöldi tilkynninga það sem af er ári því aðeins helmingur til tveir þriðju af sams konar tilkynningum á undanförnum árum."

Höfum í huga að hér er aðeins rætt við eitt tryggingafélag og eftir er aðupplýsa um tjónið sem verður á bílum og hugsanlega farþegum í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband