,,hvergi betra"



Formaður Framsóknarflokksins skrifar gein í ,,Fréttablaðið"
í dag sem enginn er áhuga hefur á stjórnmálum ætti að láta framhjá sér fara. Hann
kemur víða við og gullkornin hrynja úr penna hans hvert um annað þvert,
glæsileg, glóandi og afar upplýsandi fyrir alla sem þolinmæði hafa til að lesa.

Hann telur vanda Evrópusambandsins vera evrunni (þ.e. ,,árinni")að
kenna.

Velgengni Íslands er, að hans mati, þrátt fyrir ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur.

Óskilgreind ,,tækifæri Íslands" meiri en líklegt sé að
nokkurt  annað  land geti af státað.

Hann telur sig vita um stjórnmálamenn sem telji að íslenska
þjóðin eigi: ,,enga framtíð nema almenningur tæki á sig hundruð milljarða króna
skuldir fallinna banka og landið gengi svo í Evrópusambandið."

Að þessu sögðu lýsir hann því hve vont sé, að umræðan snúist
um að hagvöxtur hafi aukist og atvinnuleysi minnkað og er það að vonum þar sem
það passar fremur illa inn í þá mynd sem hann reynir að draga upp.

Það er mat formannsins að batnandi gengi Íslands sé íslensku
krónunni (enn er það ,,árin" sem er gerandinn) að þakka. Hún er að mati
Sigmundar bjargvætturinn sem okkur bjargar þegar á þarf að halda.

Við hin vitum í hverju björg krónunnar er fólgin: Nefnilega
eiginleikanum til að (gengis)falla með tilheyrandi afleiðingum fyrir almenn
kjör og stöðu lána, jafnt almennings sem fyrirtækja.

Rétt er það hjá Formanninum að íslenska krónan býður uppá
afar góða möguleika til peningaflutninga frá einum þjóðfélagshópi til annars.
Það þykir honum líkast til góður kostur.  

Eftirfarandi setning fyrirfinnst í greininni og verður hún
að teljast einkar vel lýsandi fyrir hve ,,glögga" sýn maðurinn hefur á
veruleikann: ,,Öllum brögðum og öllu afli stjórnvalda hefur verið beitt við að
færa skuldir gjaldþrota fjármálafyrirtækja yfir á almenning." 

Hafa verður í huga að hér tjáir sig maður sem stefnir á
stöðu forsætisráðherra og einnig að fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, a.m.k.
flestir, hafa reynt að halda sig nokkurn vegin réttu megin í meðferð
sannleikans.

Að mati mannsins er ísl. krónan ekki með öllu gallalaus (svo!)
og í framhaldinu kemur þetta:  ,,Sá
stærsti birtist í stökkbreytingu á skuldum íslenskra heimila vegna verðtryggingarinnar"

Sé rétt munað, var verðtrygging lána tekin upp til að forða
bönkum og fjármálakerfinu frá þroti og það var gert er Framsóknarflokkurinn sat
við stjórnvölinn.

Var það kannski, að mati Sigmundar,  vesöl og ræfilsleg tilraun til að gera hið
ómögulega þ.e., að hafa stjórn á hagkerfi lítillar þjóðar sem tæpast hefur
burði til að stjórna sjálfri sér, hvað þá heiminum öllum eins og vonir stóðu
til er fyrrverandi stjórnvöld (Framsóknar og Sjálfstæðisflokks) vildu fá
fulltrúa í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Lokaorð greinarinnar eru: ,, verður hvergi betra að búa en á
Íslandi." Bessastaðabóndinn gæti verið ánægður með stóryrðisrembu af þessu tagi,
þó engin ástæða er til að efast um að gott getur verið að búa á Íslandi.

,,hvergi betra" er
hins vegar  innantómur þvættingur sem að
engu er hafandi, aðeins dæmi um hugsunarhátt sem átti stóran þátt í því að við
fórum fram af brúninni í hinu margnefnda Hruni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband