ESB eða ekki

Hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í ESB eða ekki, er til umræðu í fjölmiðlum eftir að Ursula Von der Layen heimsótti landið okkar.

Ritara var bent á að hann ætti gamla mynd sem hefði með ESB að gera og Skjámynd 2025-07-18 114807hér sést hún í allri sinni dýrð.

Síðan þessi mynd var gerð hefur margt breyst og ESB hefur breyst líka og það svo að mörgum finnst sem það hafi þróast í átt til þess að vera hernaðarbandalag, auk þess að vera bandalag um viðskipti milli landa.

Er það, það sem við þurfum á að halda, að til verði enn eitt hernaðarbandalagið og að við verðum þátttakendur í því?

Hernaðarbandalögin verða ekki öll talin upp hér en eins og kunnugt er þá er Ísland í Atlantshafsbandalaginu sem nær yfir Evrópu vestanverða og til og með Norður Ameríku.

Síðan eru nokkur önnur bandalög sem okkur koma ekki við á meðan friður ríkir.

Þannig er með friðinn eins og flest annað að ,,það veldur hver á heldur" og því miður man ritari varla eftir þeim tímum að friður hafi verið vítt um veröld alla.

Stjórnarandstaðan íslenska og friðsama(?) hefur miklar áhyggjur af því að ríkisstjórnin ætli sér að troða landi okkar og þjóð inn í ESB.

ESB átti að vera efnahagsbandalag þjóða en hefur í seinni tíð þróast yfir í að vera einhverskonar hernaðarmaskína og má rekja það m.a. til ófriðarins sem er á milli Rússa og Úkraína.

Úkraína er samt ekki í ESB svo vitað sé en framleiðir gott korn á góðum degi, auk þess sem hún býr yfir auðlindum í jörðu, svo sem fram hefur komið og Trump nokkur hefur sýnt ómældan áhuga á.

Ekki rekur ritara minni til að vestrænir ráðamenn hafi sýnt og/eða haft áhyggjur af þeim auðlindum á þeim tímum þegar Úkraínar sáu einir um að halda uppi ófriði á Donbas svæðinu.

Það var ekki fyrr en Rússar tóku upp á því að reyna að stöðva manndrápin með öðrum manndrápum, að hinir vorgrænu í vestri vöknuðu til lífsins og dauðans og ákváðu að styðja hina góðu ,,Úkraínu" í stríðinu við hina ,,vondu" Rússa.

Og þannig er staðan, að barist er um héruðin sem vildu vera sjálfstjórnarhéruð af ,,Úkraínum" sem vilja tilheyra ESB og hallast til vesturs, gegn ,,Úkraínum" sem vilja fá að vera ú friði með sín mál og njóta stuðnings og samstarfs við Rússa.

Þetta er bæði flókin og einföld staða og allt hefði gengið vel ef úkraínsk ófriðaröfl og önnur slík í vestri, hefðu getað verið til friðs.

En nóg af þessu.

Það er sem hinir sumarblómstrandi ráðherrar íslensku þjóðarinnar séu farnir að daðra við ESB-ið varðandi hernaðarsamstarf og væntanlega einnig viðskiptasamband í leiðinni og þá þurfa íslenskir bændur að fara að skoða sinn hag.

Því verður vart trúað að þær, sem og fyrri ríkisstjórnarherrar og frúr, hafi gleymt því að Ísland er í NATO og er með varnarsamning við Bandaríkin.

Er það ekki nóg í bili og þarf nokkuð að gera hosur sínar grænar fyrir ófriðaröflum af öðru tagi eða vilja þær kannski endurvekja Varsjárbandalagið og ganga í það líka?

Sé svo, þurfa þær væntanlega að banka upp á í Kreml og ræða málin við þarlenda ráðamenn en gangi þær svo langt, þá er Trump að mæta og væntanlega einnig Úrsúlu hinni miklu.


Bloggfærslur 20. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband