Listar tveggja flokka

Framboðslistar tveggja flokka eru teknir til umfjöllunar í tveimur fréttaskýringum í Morgunblaðinu 15/2/2021.

2021-02-15 (2)Listarnir eru annarsvegar listar sjálfstæðismanna og hins vegar listar Samfylkingarinnar og blaðamaðurinn sem um fjallar er Andrés Magnússon. Andrés tekur til umfjöllunar framboðsmál Sjálfstæðismanna með eftirfarandi hætti: ,,[...] Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra hyggst sækj­ast eft­ir efsta sæti í sam­eig­in­legu próf­kjöri höfuðborg­ar­kjör­dæm­anna, þar sem Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra er fyr­ir."

Næst er tekið fyrir Norðvesturkjördæmi og þar er en meira fjör, því Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, sækist eftir fyrsta sætinu og mun þá taka það ,,af" fyrrverandi formanni Bændasamtakanna og núverandi þingmanni Haraldi Benediktssyni.

Þórdís hefur vakið athygli fyrir glæsilega framgöngu í ráðherrastarfinu, sköruglegan og skýran málflutning og gera má ráð fyrir að mörgum sjálfstæðismanninum þætti fengur í að fá hana í oddvitasætið.

Suðurkjördæmi kemur til umfjöllunar í fréttaskýringunni og þar eiga sjálfstæðismenn góðan kost þar sem er Guðrún Hafsteinsdóttir iðnrekandi í Hveragerði.

Gera má ráð fyrir að mörgum sjálfstæðismanninum þykji gott að fá hana í fyrsta sæti lista flokksins í kjördæminu.

 

 

 

 

 

 

 

2021-02-15 (5)Næst tekur blaðamaðurinn fyrir framboð Samfylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu og greinir frá því að listar hafi verið samþykktir með yfirgnæfandi fjölda atkvæða. Þar eru það Helga Vala Helgadóttir og Sigrún Flosadóttir hagfræðingur, sem leiða munu listana og ættu flestir að geta verið ánægðir með það val.

Viðhorf blaðamannsins til flokksins sem hann er að fjalla um birtist líklega í eftirfarandi texta: ,,Ef flokk­ur­inn er bæði að fær­ast til vinstri og í pó­púlí­sk­ar átt­ir, þá verður auðvitað fróðlegt að fylgj­ast með því hvernig Kristrún Flosa­dótt­ir sem­ur sig að því, hún er ekki sama sinn­is og var gagn­gert sótt til þess að ein­hver í þing­flokkn­um kynni pró­sent­u­r­eikn­ing."

Óhætt er að segja að hér hafi pólitískar skoðanir höfuðsins sigrað hendur og fingur á lyklaborðinu, því varla gerir blaðamaðurinn ráð fyrir að svo sé komið fyrir þingflokki Samfylkingarinnar að ekki finnist þar fólk sem ræður við prósentureikning!

Ýmislegt má segja um þingmenn, en að ætla þeim það að þeir kunni ekki einföldustu tök á reiknikúnstum viðskiptareiknings er frekar hæpið og ómaklegt. Við gerum ráð fyrir að þeir ráði við þann stærðfræðianga hvar í flokki sem þeir eru. Myndirnar eru úr Morgunblaðinu.


Bloggfærslur 15. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband