Orku- og flugvallarmál

Aðsend grein og frétt í Morgunblaði dagsins 29/8/2022 vekja athygli.

2022-08-29 (2)Greinin er rituð af Magnúsi B. Jóhannessyni framkvæmdastjóra ,,Storm Orku" og fjallar um orkumál.

Magnús útskýrir ástæðuna fyrir háu orkuverði í Evrópu, sem er eins og flestir vita stafa af viðskiptaþvingunum sem settar voru á Rússland vegna stríðsins í Úkraínu.

Einhverjir munu hafa haldið því fram að ástæðan væri orkupakki og sæstrengur, sem er vitanlega algjör firra eins og Magnús sýnir fram á.

Hann kemur inn á erfiðleikana sem eru til staðar við að koma framkvæmdum af stað ef hugað er að orkuöflun og segir á einum stað í grein sinni:

,,Erfiðlega hef­ur þó gengið að koma græn­orku­verk­efn­um í gegn­um leyf­is­veit­inga­fer­il­inn á Íslandi, sem er veru­legt áhyggju­efni."

Magnús nefnir ekki þau öfl sem í veginum standa, en eins og kunnugt er, þá er flokkur núverandi forsætisráðherra þar framarlega og styðst við samtök eins og ,,Landvernd", sem berjast gegn flestu sem til framfara horfir í orkumálum, eins og a.m.k. sumir hafa tekið eftir.

Niðurlagskafli greinarinnar er eftirfarandi og ættu menn að hugleiða það sem þar kemur fram:

,,Þegar verð á hrá­efni, sem notað er til fram­leiðslu á vöru, hækk­ar um ríf­lega 1.000 pró­sent þá er ekki nema von að verð á vör­unni hækki til sam­ræm­is. Þetta er til­fellið þegar kem­ur að raf­orku og hús­hit­un­ar­kostnaði í Evr­ópu og Bretlandi þessa stund­ina. Þess­ar töl­ur sýna svart á hvítu að or­sök hás raf­orku­verðs í Evr­ópu og Bretlandi er hækk­un á verði á gasi sem notað er til hús­hit­un­ar og raf­orku­fram­leiðslu. Mik­ill mis­skiln­ing­ur er að halda að skýr­ing­una sé að finna í orkupakka EB eða af­leiðing­um af inn­leiðingu orkupakk­ans og að ástæða þess að raf­orku­verð hækki ekki á Íslandi líkt og í ná­granna­lönd­um okk­ar sé vegna þess að landið er ekki tengt öðrum mörkuðum með sæ­streng. Það er fjarri sanni. Aðalástæða þess að Íslend­ing­ar sjá ekki viðlíka hækk­an­ir hér er hátt hlut­fall grænn­ar raf­orku sem fram­leidd er án þess að nota þurfi gas til fram­leiðslunn­ar. Þriðji orkupakk­inn eða sæ­streng­ur er ekki or­sök­in."

Fréttin sem tekið var eftir er um flugvallarmál.

2022-08-29 (3)Umræða hefur vaknað upp varðandi þau mál vegna eldgossins á Reykjanesi. Þar er bent á þá augljósu staðreynd, að Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók gæti verið álitlegur kostur sem varaflugvöllur, til að grípa til, ef svo færi að Keflavíkurflugvöllur lokaðist.

Flugvöllurinn er til staðar og tiltölulega lítið þarf að gera til að bæta hann og stækka þannig að hann geti gengt hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Að horfa til flugvallarins í Vatnsmýrinni í Reykjavík er augljós skammsýni.

Flugvöllur í miðborg höfuðstaðarins, sem rekur tilveru sína til þess að Bretar þurftu að koma upp flugvallaraðstöðu í seinni heimsstyrjöldinni getur ekki gengið upp.

Gera verður ráð fyrir að jafnvel Framsóknarmenn, fari að sjá til sólar í flugvallarmálunum og átta sig á því að lendingar og flugtök stórra farþegaflugvéla eiga ekki heima í miðborginni og þar að auki á einu besta byggingarlandi Reykjavíkurborgar.

Í þessum efnum þurfa menn að horfa opnum augum til þeirra kosta sem til eru og flugvöllurinn við Sauðárkrók er einn þeirra möguleika sem vert er að skoða.


Pappír, tölvur og svo aftur pappír!

Fyrir margt löngu var ég beðinn um að kaupa Texas Instamatic reiknivél, þegar ég var í siglingum til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn þóttu þá vera og eflaust voru, framarlega í smíði slíkra tóla.

Vélin var keypt og reyndist sæmilega held ég.

Nú er svo komið hjá verndurum vorum, að skjöl forsetaembættisins í Washington eru geymd á pappír sem hrúgað er í kassa og að því búnu troðið niður í kjallara, í íbúð fyrrverandi forseta.

2022-08-27 (2)Sá var dálítið skrautlegur í framgöngu svo ekki sé meira sagt, en mátti eiga það, að ef eitthvað var, vildi hann stuðla að friði og ræddi málin við kalla eins og Putin (Oliver spjallaði líka við hann!), en Trump komst svo langt að ná persónulegri kaffidrykkju við hæstráðanda Norður Kóreu og geri aðrir betur!

Trump er sem sagt skrautlegur karl sem getur spjallað við aðra skrautlega karla.

En það er ekki aðalatriði málsins og nú erum við komin aftur að upphafinu.

Þjóðin sem fyrir tæpri hálfri öld var svo framarlega í smíði örgjörva að eftirsóknarvert þótti, virðist ekki hafa komist af pappírstímum yfir á tölvutíma og geymir sínar helgustu heimildir allar á pappír!

Pappírstímar eru ekki góðir tímar í nútíma.

Því nú berast fréttir af því að Þjóðverjar sjái fram á skort á salernispappír, en af honum nota þeir talsvert mikið, líkt og nútíma fólk flest mun gera.

Það eru samkvæmt þessu að renna upp aftur þeir góðu tímar þegar fólk gerði þarfir sína í fjósflór og þreif sig á eftir með heyi, þ.e.a.s. ef dagblaðið Tíminn var ekki við höndina, eða var einfaldlega búinn að renna sitt skeið eftir flórnum.

Ef til vill geta Bandaríkjamenn - þegar upp verður staðið frá yfirstrikunum og öðru pappírsveseni - fundið not fyrir pappírsfjallið úr kjallara forsetans fyrrverandi.

Það er að segja, þegar búið verður að strika yfir allt sem ekki má sjást í þeim göfugu heimildum.


Betra að kenna en gera

Við yfirreið yfir DW.COM í dag 23.8 2022 kemur m.a. eftirfarandi í ljós varðandi það sem er að gerast í stríðinu í Úkraínu.

2022-08-23 (2)Rússar segjast hafa sprengt í loft upp vopnageymslu í Odessa og eyðilagt þar alls konar stríðsdót og þar á meðal HIMARS-ið góða sem hinn góði Biden gaf Úkraínu fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar og á hennar kostnað.

Úkraínar segja þetta hafa verið korngeymslu og eins og við vitum: af korni eiga þeir nóg.

Rússar segjast hafa skotið á geymslu sem hýsti loftvarnarkerfi og þá væntanlega skemmt það eða eyðilagt.

Úkraínar segja það sömuleiðis hafa verið landbúnaðardót, auk þess sem þeir hafi skotið sumar flaugarnar niður og enginn skaði hafi af orðið.

Svona ganga sögurnar til skiptis og eins og gengur í stríði, þá strjúka menn hvorir öðrum öfugt af fremsta megni og stundum gengur það og stundum ekki.

Og sannleikurinn er valkvæður og flögrar út og suður svo erfitt er að festa hönd á fyrirbrigðið!

Síðar í fréttinni er farið að fjalla um væntanleg réttarhöld yfir úkraínskum hermönnum sem Rússar hafa tekið höndum og þá fyrst rísa hárin á okkar manni og íslenska þingsins Zelensky, sem er kallaður til sögunnar og er nokkuð brugðið og er bæði hneykslaður og sár.

Við munum að haldin voru ,,réttarhöld" í Úkraínu yfir rússneskum hermanni. Ungmenni sem hafði drýgt þann glæp að skjóta mann á reiðhjóli, væntanlega í fumi, ótta og fáti.

Réttarhöld þessi voru haldin fyrir opnum tjöldum og hafa trúlega verið einhverjum góð skemmtun, á meðan öðrum þóttu þau vera ömurleg sviðsetning. Ungmennið var dæmt og var dapurt mjög sem vonlegt var, baðst afsökunar og spurði konu hins skotna: hvort hún myndi nokkurn tíma geta fyrirgefið sér?

Nú hefur sem sé flogið fyrir, að Rússar hyggist feta þessa sömu slóð varðandi hermenn af úkraínskum uppruna, sem þeir hafa komið höndum yfir og þá er Zelensky voða reiður og bæði hneykslaður og sár.

Hann varar Rússa við, varðandi fyrirhuguð réttarhöld og segir sem svo, að ef þessi fyrirlitlegi dómstóll verði að veruleika, þá sé um að ræða brot á öllum alþjóðlegum reglum o.s.frv.

Og nú þarf ekki frekari vitnanna við.

Svona gerast kaupin á hinni úkraínsku stríðseyri samkvæmt DW-inu í dag og við sjáum að það er ekki alltaf sama Jón og séra Jón og þannig er það og hefur alltaf verið:

Að það er betra að kenna heilræðin en halda þau.

 

 

 


Viðskipti og náttúra

Vinstrigræningjar allra íslenskra stjórnmálaflokka og víðar trúa því og treysta, að með jurtaolíusulli í eldsneyti bíla og rafhlöðubílum megi bjarga heiminum, en auk þess telja þeir að náttúran eins og hún er í dag, sé óbreytanleg og því megi alls ekki virkja fallvötn og er þá ekki nærri allt upp talið.

2022-08-22 (2)Staðreyndin er hins vegar sú, að við vitum lítið um náttúruna og hvað getur gerst til að breyta því sem við þekkjum í dag í eitthvað allt annað.

Og þó Úkraína sé nefnd í grein Kjarnans, þá kemur hún þessu máli ekkert við.

Árnar þornuðu ekki upp í Evrópu vegna þess að stríð væri í því landi og kornskortur varð ekki í heiminum eingöngu vegna þess að kornflutningar þaðan urðu torveldir.

Það sannast m.a. af því að aðalritari Sameinuðu Þjóðanna reynir nú hvað hann getur til að koma vitinu fyrir stjórnmálamenn og fá þá til að aflétta viðskiptaþvíngunum á Rússa: til að matvælaframeiðsla þeirra komist á heimsmarkaðinn m.a. til sveltandi þjóða.

Með öðrum orðum, viðskiptaþvinganirnar sem á Rússa voru settar, bitna mest á þeim sem síst skyldi og minnst á ríku þjóðunum sem væla þó mest yfir skorti á gasi o.fl. sem þær vilja ekki borga fyrir að fá.

Auk þess sem menn missa af góðum markaðstækifærum í því víðfeðma landi í nafni góðmennsku sinnar, en það er annað mál!

Myndin er fengin úr grein Kjarnans


Krím, útflutningur, sveltandi fólk og roð

Zelensky er brattur og hyggur á landvinninga samkvæmt því sem segir í frétt Ríkisútvarpsins.

2022-08-21 (3)Nú er það Krímskagi sem hugurinn stendur til.

Líklega hægist þá um í Lugansk og Donetsk frá því sem verið hefur síðustu árin, þó er það alls ekki víst.

Við vitum hver stjórnar á bak við tjöldin og þaðan koma kröftugustu vopnin.

Hvort efnavopnasullið verður dregið fram er óljóst. Kannski er það rangt munað að samkomulag hafi verið gert eftir fyrri heimstyrjöldina um að banna slíkan óþverra og þrátt fyrir öll samkomulög og heitstrengingar má segja: að Nazistar hafi notað gas og sitthvað fleira til drepa gyðinga, karla konur og börn í seinni heimsstyrjöldinni. Gasið sem notað var virkaði til þess sem því var ætlað, þó það hafi ekki verið sömu gerðar og það sem notast var við á vígvöllunum í WW1.

Rússar eru búnir að fara fram á að rannsakað verði hvort Úkraínar séu að beita efnavopnum. Hvort því kalli verður svarað er ekki ljóst enn. En hvort skaginn - sem Úkraínumaður gaf Úkraínu í fylliríi, þegar Sovétríkin voru og hétu, og menn þar austur frá töldu í einfeldni og trú að yrði eilíft ríkjasamband - verður nýtt styrjaldarviðfang mun koma í ljós.

Stuðninginn yfir Atlantsála mun alla vega ekki skorta og ætli Ísland, eða a.m.k. Reykjavík, muni ekki flaðra líkt og áður. Jafnvel nefna torg og götur og hús í höfuðið á hinu og þessu á Krímskaga, komi til úkraínskrar innrásar.

2022-08-21 (6) Aðalritari Sameinuðu þjóðanna er á öðrum slóðum og er að hugsa um hvernig hægt sé að koma rússneskum matvælum og áburði á heimsmarkaðinn; hefur áhyggjur af sveltandi fólki og vill að brugðist verði við, því fólki til bjargar.

Samkvæmt frétt í Ríkisútvarpinu er Tyrklandsforseti búinn að lýsa yfir einlægum stuðningi við Úkraínu og því ekki mikils að 2022-08-21 (9)vænta úr þeirri áttinni, varðandi sáttaumleitanir. (Líkt og svo oft gefur Rúv. ekki upp heimildir fyrir fréttum sínum, en heimildin mun vera hér.)

En eins og við munum var Erdogan eins konar sáttasemjari eða ,,liðkari" um að koma á útflutningi á matvælum frá Úkraínu.

Sé fréttin rétt sem gera verður ráð fyrir, verður að líkum ekki hægt að treysta á hið tvöfalda tyrkneska roð, varðandi liðkanir á samskiptum milli deiluaðilanna. Vonandi reynist aðalritarinn betur!


Korn, fólk og tengsl

Svo hefur virst, sé tekið mið af fréttum, sem heimurinn sé illa staddur vegna kornskorts, sem sagt hefur verið að stafi af styrjöldinni í Úkraínu og lokun hafna landsins í Svartahafi.

Hvers vegna þær lokuðust, fer tvennum sögum af, en sú lífseigasta er að þegar Rússar sóttu með her sinn inn í Úkraínu hafi Úkraínar tekið það til bragðs, að leggja tundurdufl fyrir hafnirnar til að Svartahafsfloti Rússa kæmist ekki þar inn.

Allt átti það að leysast og verða til batnaðar, er samningar tókust fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands um skipaferðir um hafnirnar.

New York Times hefur tekið saman í grein, hvernig tekist hefur til með kornflutningana eftir að hafnirnar opnuðust.

Greinin ber yfirskriftina ,,After being trapped for months, ships loaded with grain have left Ukraine. Where are they going?"

Í greininni er sagan og ferðir skipanna rakin.

Eitt skip fór til Englands, annað til Írlands og önnur hafa farið til Kína.

Ekkert skipanna fór til Jemen, Sómalíu, Eþíópíu né annarra landa sem horfa fram á skort og hungur.

Vitnað er til orða Úkraínuforseta um hve gott það verði fyrir heiminn að búa við fæðuöryggi þ.e.a.s., eftir opnun hafnanna.

Skemmst er frá því að segja að ekkert af korninu hefur enn sem komið er, farið til þeirra landa sem helst þurftu á því að halda.

Og mest af hinu kyrrsetta korni reynist vera skepnufóður en ekki manna, eftir því sem N.Y.T. hefur eftir Associated Press.

Fyrsta skipið sem fór frá Úkraínu fór til Líbanon. Þar var því vísað á brott, vegna þess að það kæmi fimm mánuðum of seint!

Og haft eftir Breska sendiráðinu á staðnum.

Niðurstaðan er, að það sem átti að bjarga tilverunni hjá fæðusnauðu fólki, virkaði ekki, vantaði ekki, barst því ekki, og reyndist vera a.m.k. að hluta til ekki mannafóður heldur skepnufóður.

_ _ _

 

2022-08-09 (2)Forseti Úkraínu er úrræðagóður og hress, þungorður og stóryrtur og nú er hann búinn að finna nýja leið til að bjarga málum landsins og skal það gerast, með því að vísa skautaprinsi út í ystu myrkur, kulda og trekk.

Prinsinn hefur sér það til sakar unnið: að eiga konu sem var vinkona Peskovs nokkurs sem er talsmannaður Putins!

Það þykir ekki gott, þar sem Zelensky er talsmaður sjálfs síns og að eigin mati og einhverra fleiri, allrar úkraínsku 2022-08-09 (4)þjóðarinnar.

Skautakappinn heitir Viktor og vann gullmedalíu 1992 á vetrarleikum, en eins og áður sagði, er hann fallinn af stalli sínum vegna tengsla við Peskov.

Peskov er talsmaður sjálfs Putins, hins vonda, manns sem mætir í jakkafötum en ekki grænni treyju, ef hann gefur færi á sér til viðtala, sem Peskov getur ekki séð um fyrir hann.

Það er kalt á toppnum og best að vera ekki í kunningsskap við nokkurn mann, nema ef vera kynni manninn í treyjunni, manninn sem klappað er fyrir og alltaf segir satt!

 


Mengunarfarsi

Það er mörg mengunin í heiminum.

Hérlendis hefur verið tekið hart á þeim voða eins og okkur er kunnugt.

2020-05-27 (2)a) Með skattaívilnunum til þeirra sem kaupa rafdrifna lúxusbíla. (Sá eini sem vitað er til að hafi að því fundið - innan ríkisstjórnarinnar - er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra!)

b) Með íblöndun jurtaolíu í eldsneyti hinna bílanna, þ.e. þeirra sem brenna bensíni og gasolíu og þess verið gætt að sú lífræna, mengaði sem mest á leiðinni til landsins til að tryggja að úr henni væri öll mengunarárátta, þegar hingað væri komin.

c) Rekinn hefur verið tappi í gin Kötlu og annarra eldstöðva til að loka fyrir útstreymi óæskilegra lofttegunda. (Merardalir undanþegnir vegna ferðamannastraums og gjaldeyristekna).

d) Unnið hefur verið markvisst að því að hindra byggingu fallvatnsvirkjana, jarðgufuvirkjana og annarra slíkra umhverfisvænna fyrirbrigða

e) Gamli Herjólfur hefur verið sendur til Færeyja til að hann mengi þar en ekki hér.

f) Greiddur hefur verið niður kostnaður vegna farþegaflugs innanlands í trausti þess að mengunin frá því, verði eftir í háloftunum.

g) Þess hefur verið gætt að íslenskir bændur rækti sem minnst af kornfóðri í skepnur sínar til að tryggja að mengun af slíkri starfsemi verði eftir erlendis.

Margt fleira mætti til telja og með sanni má segja að margt og mikið hafi verið gert og því þarf að halda til haga.

Gleymum því ekki!


Stríðið sem aldrei þurfti að verða

Forseti Úkraínu óttast niðurstöðu kosninga.

2022-08-02 (11)Niðurstöður kosninga á landsvæðum sem Rússar hafa náð frá Úkraínu áður, eru ofarlega í huga Zelensky, að því gera má ráð fyrir.

Yfir 90% vildu tilheyra Rússlandi þegar kosið var á Krímskaga og yrði niðurstaðan eitthvað í þá veru á þeim landsvæðum sem Rússar eru búnir að ná núna, yrði það áfall fyrir þá sem með völdin fara í Úkraínu.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að íbúar Krímskaga hafi skipt um skoðun.

Hefðu Úkraínar látið íbúa sjálfstjórnarhéraðanna Luhansk og Donesk í friði hefðu þær hörmungar sem nú ganga yfir Úkraínu nær örugglega ekki gerst.

Og hefðu verið haldnar kosningar á sjálfstjórnarsvæðunum um hvort fólkið vildi tilheyra Rússlandi er nær öruggt að niðurstaðan hefði verið sú sama og á Krím, en hugsanlega samt ekki eins afgerandi.

Meira og, og hefði:

2022-08-02 (6)Hefði fólkið í sjálfstjórnarhéruðunum fengið frið til að lifa sínu lífi með eðlilegum hætti, er svo aldrei að vita hvernig hugur þeirra hafði verið gagnvart Úkraínu.

Allt er þetta liðin tíð sem hægt hefði verið er að takast við afleiðingarnar af, án hernaðarafskipta

Afskipti vesturlenskra afla sem nú kynda undir ófriðinum, eru ekki til að bæta stöðuna.

Þar finnast hins vegar þeir sem græða á ástandinu og í þeirra vasa streyma peningar skattgreiðenda NATO landanna og þar á meðal Íslands.

Forseti Bandaríkjanna hefur verið duglegur við þann peningamokstur og ekki er svo að sjá sem neitt lát verði þar á:

Skattgreiðendur skulu greiða til vopnaframleiðenda til að hægt sé að halda stríðinu gangandi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband