Tími til að vakna.

23. október rennur væntanlega upp eins og flestir hafa gert ráð fyrir. Gagnvart dagatalinu gerist ekki annað en það að við tekur nýr mánaðar- og vikudagur af þeim degi sem var á undan. Þetta vita nánast allir en ekki alveg allir, ekki er til að mynda rétt að gera ráð fyrir að allir framsóknarmenn reikni með þessu gangvirki náttúrunnar, því eins og kunnugt er þá er orsök og afleiðing ekki alveg á tæru á því heimili.

 

Höskuldur Þórhallsson er þó að því er virðist, einn af þeim framsóknarmönnum sem reiknar með því að þessi dagur muni renna upp eins og almennt er gert ráð fyrir. Að öðru leiti er raunsæið að þvælast fyrir honum og minnir hann talsvert á manninn sem hættur er að opna gluggapóstinn. Veit sem er að gjalddaginn nálgast hægt og bítandi, en í afneitun sinni neitar hann alfarið að horfast í augu við að eitthvað þurfi að gera í málinu. 

 

Höskuldur er nýkominn úr heldur pínlegri ferð til Noregs þar sem hann lét blekkjast af undarlegri fantasíu stjórnmálatrúðs. Ekki var Höskuldur einn á ferð heldur var hann í fylgd með formanni Framsóknarflokksins og mátti ekki á milli sjá hvor var duglegri við að elta villuljósið og eftir ferðina er heim var komið, þá virtist sem villan og ruglið væri sest á sálina á þeim ferðafélögunum. Þeir halda því m.a. blákalt fram að allt þeirra bull sé Jóhönnu að kenna, en Jóhanna þessi er sem kunnugt er forsætisráðherra Íslands og átti hún að hafa komið því til leiðar að ekkert kom út úr ferðalaginu annað en hneisan.

 

Hneisan er vondur förunautur eins og flestum sem reynt hafa er kunnugt og nú verða þeir að burðast með þennan leiða félaga Höskuldur og formaðurinn, en 23. rennur upp hvað sem því og öðru líður. Höskuldur veit það alveg eins og skuldarinn sem nefndur var hér áður og þá er gripið til nýrra ráða: að neita skuldinni og afneita sáttinni sem búið var að gera.

 

Svona er nú gæfuleysi Framsóknarflokksins orðið, afneitunin er algjör, hrunið sem þeir áttu svo ríkan þátt í að koma til leiðar hefur ekki átt sér stað og icesave er bara hluti af martraðardraumnum sem þeir trúa að þeir muni vakna upp af innan tíðar. Orsök og afleiðing hefur víst aldrei verið hin sterka hlið hins gamla flokks. Flokksins sem fyrir kosningar gekk í gegnum það sem þau kölluðu endurnýjun. Endurnýjun sem ekki virðist hafa falið neitt í sér annað en það, að ærslafullir frammíkallandi angurgapar sitja nú á þingi fyrir flokkinn.

 

Er ekki kominn tími til að vakna?


mbl.is Segja stöðu Íslands styrkjast 23. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já hvað hefur ekki oft heyrst: "við framsóknarmenn höfum alltaf sagt" og svo kemur enn ein klausan um hvað þeir hafi bjargað miklu, ja eiginlega bara öllu Íslandi!

Ætli valda og peninga-fíkn á háu stigi og langvarandi ofnotkun lýsi sér ekki svipað og langvarandi misnotkun (ofnotkun) á öðrum efnum? Mér sýnist það. Þeir eru of veikir til að sjá og skilja neitt annað en sína eigin fíkn.

Sjálfstæðismenn margir hverjir eru einnig gríðarlega hræddir við fráhvörfin. Þarf ekki að gera ráð fyrir meðferðarstofnun af nýrri tegund í fjárlögum? Peninga og valdafráhvörf eru greinilega bæði ervið og hættuleg.

Kanski lausnargóðir svikarar í gömlu flokkunum geti bent á lausn? Leyfi mér að efast um það! Eva Joly myndi líklega telja þá vanhæfa!

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband