Jón og áhyggjurnar

Á dögunum var samþykkt af Alþingi að Ísland skyldi sækja um inngöngu í Evrópusambandið og þar með væntanlega, verða hluti þess ríkjabandalags, ef viðunandi samningar næðust. Vitað var frá upphafi að hinn föngulegi nútímamaður Jón Bjarnason, sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í ríkisstjórninni væri ekki mikill áhugamaður um inngöngu í ESB-ið. Maðurinn sem ætíð hefur haldið því fram að hag þjóðarinnar væri best borgið utan ESB eins og flest flokkssystkin hans hafa reyndar gert líka.

Vegna þessarar afstöðu þeirra var það af mörgum talið talsvert afrek að því var komið inn í stjórnarsamninginn að sótt skyldi um inngöngu í sambandið og var af hálfu Vinstri grænna látið heita svo að það væri af einskærri lýðræðisást sem þau samþykktu þetta ákvæði stjórnarsáttmálans. Allir vita samt, sem vilja vita, að það var löngunin til að komast í ráðherrastólana sem gerði Vinstri græn skyndilega svona lýðræðissinnuð. Þau kusu meira að segja flest með þingsályktunartillögunni, þótt  þeim þætti það ekki gott og er þau gerðu grein fyrir atkvæði sínu, fékk þjóðin einstakt tækifæri til að hlusta á kostulegar afsakanir fyrir stuðningi þeirra við tillöguna. Skýringarnar voru þannig að mörgum sem á hlustuðu sundlaði við að reyna að skilja röksemdirnar. Frá sjónarhóli VG- inga var hins vegar brýn nauðsyn að greiða atkvæði með, en ekki á móti, þar sem útlit var fyrir að stjórnin tapaði atkvæðagreiðslunni að öðrum kosti, þar sem stjórnarandstaðan kom sér, með álíka þrætubókarrökkúnstum og VG, hjá því flestir, að greiða atkvæði með málinu, sem þau þó í raun studdu.  

Nú er sem sagt svo komið að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur sig knúinn til að upplýsa þjóðina um að hann hafi áhyggjur og það þungar. Áhyggjur Jóns snúast um samningsstöðu, því hana vill hann sem besta, hvað annað? Jón vill náttúrulega ná fram góðum samningi og það sem fyrst, eða hvað? Vitanlega vill hann það, en því aðeins að hann hugsi út fyrir rammann sem VG- ingar vilja vera í, út fyrir hina rammvitlausu einangrunarstefnu sem þau halda á lofti. Nú er bara að vona að þau komi sem flest út úr skápnum, félagar Jóns áhyggjufulla og deili með sér áhyggjum hans svo þær nái ekki að sliga nútímamanninn Jón Bjarnason, sjávarútveggs- og landbúnaðarráðherra.


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Þessi Jón veit ekkert hvað snýr upp eða niður á islenski þjóðfélagi.Þvi miður.

Árni Björn Guðjónsson, 26.7.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hollendingar hófu leikinn með upphringingu til Össurar, ein stutt, ein löng og tvær stuttar hringingar eins og í gamla sveitasímanum. Össur tók  þátt í leiknum með því að blaðra símtalinu í fjölmiðla. Hélt að það myndi skapa þrýsting, en það hafði þveröfug áhrif.

Það er nú lámark að Alþingi hafi frið til að afgreiða rétt framborinn mál á þeim málshraða sem það kýs án íhlutunar erlendis frá.

Það er bara verið að svara málinu á ráðherragrundvelli. Hér eru engar heybrækur á ferð. Það er sjáanlegt að Hollendingar eru á leiðinni að sprengja Icesave- og ESB-málið í loft upp. Svo Össur verður að fara aftur í símann.

Eins og það skipti einhverju máli fyrir Hollendinga hvenær þetta mál verði afgreitt. Þetta er ósmekkleg íhlutun um innanríkismál á Íslandi. Ég verð bara að segja það, að ég hef verulegar áhyggjur af málinu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.7.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband