Tómahljóð í Jóni o.fl.

Jón Bjarnason heldur áfram að berjast fyrir músarholu og hundasúrupólitík VG. Fyrirmyndirnar eru greinilega ríki á borð við Kúbu og N- Kóreu, eða það sem líklegast er að fátt eitt sé hugsað, fyrirmyndirnar séu engar, þrjóskan algjör og nautnin felist í að lemja hausnum við steininn.

Það sem vantar tilfinnanlega í umræðunni er að fá að vita hvernig VG, Framsókn og SjáLfstæðisFLokkurinn sjá framtíð þjóðarinnar fyrir sér. Fulltrúar flokkanna einhenda sér í að hamast gegn ESB aðildarumsókn og hafa að sjálfsögðu fullan rétt á því, en nefna aldrei hvernig framtíðarsýn þeirra er og því er ástæða til að ætla að ekki sé hugsað til framtíðar á þeim bæjum.

Jón og fleiri, þusa um að aðild að ESB leysi ekki allan vanda, hér og nú og um alla framtíð. Hver hefur haldið því fram?  Að halda svona málflutningi til streitu er afspyrnu ómerkilegt, elur á tortryggni og drepur umræðunni á dreif.

Kjósendur verða að átta sig á að ef þeir vilja breytingar, þá verða þeir að verja atkvæði sínu vel og eini stjórnmálaflokkurinn sem berst fyrir breytingum er Samfylkingin, hinir flokkarnir hafa kveðið upp úr með, að þeir vilja ekki breyta. Kjörorð þeirra eru EKKI og NEI.

Það getur varla talist jákvæð afstaða og ömurlegt til þess að vita ef niðurstaða kosninganna verður eftir því; engar breytingar.

Hvernig er hægt að ætlast til að gott og hæft fólk fáist til að starfa í stjórnmálum ef afturhaldssjónarmið Jóns og félaga fá að ráða ferðinni, þrátt fyrir að þau bendi aldrei á hver þeirra leið út úr vandanum sé.

Kannski ekki von að þau reyni það: Hún er engin.


mbl.is Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Takk fyrir ábendinguna Börkur, en það þarf meira til, meiri opnun, meiri víðsýni. Hvað með Ísl. kr., verðtrygginguna o.s.frv.?

Ingimundur Bergmann, 13.4.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ingimundur er greinilega "trúaður"

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.4.2009 kl. 22:51

3 identicon

Það er tómahljóð í ESB trúarbrögðum Samfylkingarinnar og það er alveg ljóst að Samfylkingin er að einangrast með þessa stefnu sína.

Að ætla svo að bjóða kjósendum uppá það að hamast aðeins á að það verði að ganga í ESB en vera svo ekki með neinar tillögur um hvernig eigi að gera það og hvað samningsmarkmið varðar eða skilyrði sem verður að uppfylla.

Slíkt er mjög ótrúverðugt og virkilegt tómahljóð í þessum innantóma ESB áróðri þeirra. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband