,,glík skulu gjöld gjöfum"

"..Hver gerði Gerði grikk..."

Nú snýst allt um hver gerði hvað, hvenær og hvers vegna, umræðan geysist og margir sjá ekki skóginn fyrir trjám. Margir vilja gleyma því að allt var farið úr böndunum og að þjóðin var að stórum hluta á neyslufylliríi.

Það skiptir litlu máli hvort það var Kjartan eða einhver annar sem tóku við peningunum sem um er fjallað, heldur hitt, að: Æ sér gjöf til gjalda, þ.e. hvort eitthvað hékk á spýtunni sem ekki þolir dagsljósið. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir margan sjálfstæðismanninn að standa frammi fyrir því að flokkurinn sem þeir hafa trúað að væri traustur og góður stjórnmálaflokkur margra, er í raun samtök um hagsmunagæslu fárra. Í huga kemur frásögnin í Jónsbók, af því er fulltrúar flokksins gengu á fund Jóns Ólafssonar til að krefjast greiðslu fjár til FLokksins, saga sem margir hafa ekki viljað trúa, en líklegt verður að teljast að æði margir leggi meiri trúnað á nú en áður.

Í loftinu hangir einnig spurningin um hvort eitthvað sé óupplýst um framlög hagsmunaaðila til SjáLfstæðisFLokksins. Það er spurningin sem ekki hefur verið svarað.

Núverandi formaður Samfylkingarinnar hefur barist fyrir því í  nærri hálfan annan árartug á þingi að fjárreiður stjórnmálaflokkanna yrðu gerðar opinberar, en Sjálfstæðisflokkurinn alltaf barist gegn því.

Hvers vegna?


mbl.is Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það væri nú gott að núverandi formaður Samfylkingarinnar hefði í hálfan annan áratug barist fyrir því að allt um öryggismál og aðkomu stjórnmálamanna að þeim þætti yrði gerður opinber.

Ég sendi henni á sínum tíma fyrirspurn í tölvupósti - einkapósti - en hef enn ekki fengið svör - þau koma kanski núna þegar öll opiner störf og athafnir stjórnmálamanna eru uppi á borðinu.

En það eru kanski "hinir" sem eiga að hafa allt uppi á borðinu í sínu opinbera starfi.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2009 kl. 07:26

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Ólafur og gleðilega hátíð.

Takk fyrir tilskrifið, en vinsamlegast útskýrðu fyrir mér fáfróðum hvað þú átt við með: öryggismál og aðkomu stjórnmálamanna að þeim.

Ingimundur Bergmann, 13.4.2009 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband