Eyþjóðin.

Sú var tíð að Íslendingar tóku það svo alvarlega að vera sjálfstæð þjóð að þeir ráku fjölda flutningaskipa, sem bæði fluttu vörur og olíu, að ógleymdum farþegum.

Margir rekstraraðilar gerðu þessi skip út og þau voru ýmist að flytja vörur að og frá landinu, en einnig voru þau í ýmsum verkefnum erlendis og sigldu um öll heimsins höf.

Fjöldi manna hafði atvinnu af að starfa á þessum skipum og enn fleiri höfðu framfæri sitt af rekstri þeirra.

Nú er öldin önnur, íslensk skipaútgerð er nánast aflögð, þau fáu skip sem í flutningum eru á vegum íslenskra aðila eru skráð undir erlenda hentifána.

Stólað er á að útlendingar sjái sér hag í að flytja olíur til landsins með skipum sem eru í þeirra eigu og með erlendum áhöfnum.

Þetta er vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki haft döngun í sér til að búa svo um, að hagkvæmt sé að skrá skipin undir íslenskan fána.

Flestir telja þeir sig samt vera afar mikla Íslendinga og sumir eru jafnvel svo þjakaðir af þjóðrembu að þeir geta tæpast tjáð sig opinberlega, án þess að belgja sig út í mikilmennsku og miklast yfir hve einstakt og merkilegt það sé að vera af víkingum kominn.

Telja jafnvel að annarra þjóða menn þurfi að ,,sanna sig“ fyrir Íslendingum.

Hvernig væri nú að þeir mönnuðu sig upp í að vera sæmilegir Íslendingar sjálfir, og sýndu það og sönnuðu fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir séu það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband