Að skoða strimla

Grein sem var í Bændablaðinu 23. maí 2013.

 Fulltrúar Samtaka verslunar og þjónustu hafa haldið sínu striki síðustu daga. Nú mælast þeir til þess að félagarnir tveir sem í stjórnarmyndunarviðræðum eru, gefi sér tíma til að skoða strimla úr verslunum.  Góð hugmynd, að hvetja til að menn temji sér að fylgjast vel með verðlagi þeirra vara sem þeir kaupa.

 

Annars er það af SVÞ að frétta, að þrátt fyrir hugsjónaeldinn sem inni í þeim brennur og einlægan vilja til að geta lagt sitt að mörkum til að bæta hag landsmanna, þá er komið á daginn að þeir eru ekki færari um að reka verslanir sínar en svo, að úr þeim hverfur með dularfullum og óútskýrðum hætti mun meira vörumagn en annarstaðar gerist. Einnig hefur það verið upplýst að það þarf tvöfalt meira rými til að reka matvöruverslanir á Íslandi en það sem almennt er talið nauðsynlegt og verður því seint trúað að það sé vegna þess að íslenskir neytendur séu tvöfalt plássfrekari en neytendur annarra landa.

Miðað  við verslunarrýmið, sem íslenskir matvörukaupmenn telja nauðsynlegt, hefur fjöldi íbúa landsins verið alvarlega vantalinn og er væntanlega ekki um að ræða færri íbúa í landinu en u.þ.b. þrjár milljónir en ekki þrjúhundruð þúsund svo sem fram til þessa hefur verið talið. Nokkuð margt bendir til að þetta geti verið rétt, enda eflaust ekki vandalaust að telja alla íbúa í svo stóru landi sem Íslandi. Land sem byggt er alls kyns íbúum og ekki öllum sýnilegum venjulegu fólki. Íslenskir kaupmenn eiga hrós skilið fyrir að hafa hugsað fyrir því, að þeir geti allir haft  greiðan aðgang að matvöruverslun. Hins vegar er ekki svo að sjá að þeim sé eins vel til allra þeirra sem í landinu dvelja.  Hugsanlega stafar það af því að hulduverurnar, sem ,,aukafermetrana“ í verslununum nýta sér, séu tvífættar eins og við hin.

SVÞ gengur hart fram í því að fá að flytja til landsins kjöt af svínum og hænsnfuglum og telja sig þannig geta bætt hag þjóðarinnar. Þeim sést hins vegar yfir, að ef opnað yrði fyrir hömlulausan og eftirlitslítinn innflutning af því tagi sem þá dreymir um, þá gætu fylgt með ýmsar lífverur sem svo smágerðar eru að ekki verða greindar með berum augum. Afleiðingarnar gætu orðið þær að íslenskir bústofnar yrðu fyrir verulegu áfalli. Það hafa áður verið gerðar tilraunir með slíkan innflutning og enn þann dag í dag er verið að berjast við afleiðingarnar af þeim skaða sem það olli. Það verður því að telja það afar varasamt að hlíta ráðum kaupmannanna, enda er ekki allt sem sýnist í málflutningi þeirra og því er ekki að treysta, að þegar til kastanna kæmi yrði varan sem þeir vilja fá að flytja hömlulaust inn eins örugg og æskilegt væri.

Komist íslensk stjórnvöld hins vegar að þeirri niðurstöðu að best sé að fela matvörukaupmönnum, í fákeppni sinni, að annast fæðuframboð í þeim mæli sem þeir sækjast eftir, þá þarf að finna flestum þeim sem landbúnað og úrvinnslu landbúnaðarvara stunda önnur úrræði til framfærslu, því vitanlega yrði ekki staðar numið við ,,hvíta“ kjötið eins og látið er í veðri vaka.

Velta má því upp hvort æskilegt sé að aflétta þeim kröfum sem gerðar eru til íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Þær leiða vissulega til aukins kostnaðar, en leiða á hinn bóginn til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Þetta þarf að vega og meta á yfirvegaðan hátt og hafa má í huga að Andrés Magnússon talsmaður SVÞ kvartaði undan því í útvarpsviðtali, að landbúnaðarvörur hefðu verið undanskildar í nýgerðum fríverslunarsamningi við Kína. Ef til vill felst framtíðin í því að ekki einungis 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband