Um furðufrétt af Visir.is

Furðufrétt:

a) Andri Snær fullyrðir að Lagarfljót sé dautt, en ekki þó vegna þess að hann hafi skrifað heila bók ,,Draumalandið" um málið.

b) Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, telur lífríkið vera á vonarvöl vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar, s.s. ekki dautt, en án frekari málalenginga veit hann skýringuna, eða hvað.

c) Örstuttu seinna slær Andri því föstu að ,,að niðurstaðan komi ekki á óvart". (svo).

d) Þá kemur þessi perla frá Andra Snæ: ,,„Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart."".

e) Að lokum er haft eftir Álfheiði Ingadóttur: ,,[...] að breytingar á vatnsrennsli og rýni gætu haft áhrif á fæðuframboð og fæðuöflunarsvæði í Lagarfljóti og að breytingar á gróðurfari og varpstöðvum gætu haft áhrif á fuglastofna, hætta á landbroti myndi aukast, litur myndi breytast vegna allt að fimmföldunar á magni svifaurs í vatninu, og draga myndi úr frumframleiðni og fæðuframboði fyrir smádýrastofna og fiska."  

Fréttinni lýkur síðan á þessum orðum: ,,Þessi spá virðist að nokkru leytinu til hafa gengið eftir." (Þ.e. spá um að draga myndi úr frumframleiðni o.s.frv..)

 Allt þetta vel  gerða fólk sleppir því vandlega að geta þess að bráðnun jökla hefur verið meiri en gert var ráð fyrir og vitanlega er hún ekki af mannavöldum.

Síðan er hitt: Hvenær var Lögurinn tær og er það ekki Jökla sem er stóran hluta ársins tær öfugt við það sem hún var áður og nú gengur fiskur í hana sem aldrei fyrr.

Hvernig var með Blöndu? Hún var ekkert annað en gruggugt jökulvatn áður en virkjun hennar kom til, en núna er hún þessi fína laxveiðiá. Þess er hins vegar vandlega gætt af svokölluðum umhverfissinnum að geta þess aldrei hvers vegna svo er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband