Stjórnarskrármálið

Ég geri ráð fyrir að allir þeir sem tjá sig af sem mestum hita um stjórnarskrármálið séu búnir að lesa frumvarpið.

Hvernig það má vera að þeir hafi náð að gera það veit ég ekki, því það er ekki fyrr en í dag sem það liggur fyrir á vef Alþingis.

Af því sem ég hef frétt af fyrri uppköstum er m.a. að talað sé um mannréttindi dýra (ekki Dýra úr prúðuleikurunum), möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum í tíma og ótíma, þ.e. afnám fulltrúalýðræðis og hugsanlega aukin völd forseta Íslands.

Ekkert af þessu hugnast mér; vonandi er búið að laga þetta í frumvarpinu sem nú liggur fyrir, sem og aðra agnúa sem verið hafa að þvælast fyrir, ef ekki, er best að málið bíði.

Reikna ekki með að ný stjórnarskrá verði pöntuð frá Danmörku, þó það væri hugsanlega vitlegast, ef við Íslendingar erum ekki færir um að skrifa hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og af hverju hafa bara örfáar manneskjur lesið þetta merka plagg 1 mínútu fyrir þingrof?

Það verður ekkert úr þessu stjórnarskrárfrumvarpi, því að það verða ekki allir ánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið.

Leikurinn verður flautaður af og enginn skoraði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 14:23

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Það væri mikil synd eftir alla þá vinnu sem búið er að leggja í þetta.

Ingimundur Bergmann, 4.3.2013 kl. 22:27

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ekki er staðið rétt að málunum og ef meirihluti kjósenda hefur ekki áhuga á þessu frumvarpi þá ferð eins og það er að fara.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband