Fangavarslan

Notalegur og huggulegur staður ,,fangelsið“ á Litla-Hrauni þar sem ,,strákarnir hennar Möggu“ koma og fara þegar þeim best hentar. Enginn tekur eftir að verið sé að undirbúa brottför, hvenær farið er, né hvert er verið að fara.

Skilin er eftir húfa sem allir eftirlitsaðilar og löggæslu, starblína á í forundran og skilja ekkert í að hún skuli vera tóm. Hundarnir hlaupa út og suður og dilla bara rófunni, bíðandi eftir jólabeininu.

Enginn vissi hvar hann fór, hvenær hann fór, hvert hann fór og þaðan af síður hvenær hann hefði hugsað sér að koma til baka.

Glæsilegri getur fangelsisgæsla náttúrulega ekki orðið, löggæslan ekki heldur og spurning hvort nokkur í fanga- ,,vörslunni“ tæki eftir því ef fangarnir tækju sig til og löbbuðu saman í skrúðgöngu út af stofnunni, upp á Selfoss og settust síðan að í einhverju sumarhúsahverfinu í uppsveitum Árnessýslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband