Minnispunktar.

Þau sem muna eftir því þegar Landsvirkjun var hvíldarheimili fyrir þreytta stjórnmálamenn og Seðlabankinn líka.

Muna eftir því hve mikil átök við  Sjálfstæðisflokkinn það kostaði að hreinsa til í þeirri stofnun og koma henni undir stjórn fagmanna.

Muna eftir því þegar núverandi ritstjóri drap niður fæti í utanríkisráðuneytinu og réð þá til ,,starfa“ kippu af pólitískum sendiherrum  án sendiráða.

Muna eftir einkavinavæðingu bankanna, Símans o.fl. stofnana sem voru í eigu þjóðarinnar.

Muna eftir ,,sölunni“ á Lánasjóði landbúnaðarins.

Muna eftir þarflausri uppskiptingu Rarik í tvö fyrirtæki.

Muna eftir kvótavæðingunni í sjávarútvegi.

Muna eftir kvótavæðingunni í landbúnaði.

Muna eftir aðförinni að skipaiðnaðinum.

Muna eftir stefnuleysinu í menntamálunum.

Muna eftir hugmyndum um Ísland sem fjármálamiðstöð Atlantshafsins.

Muna eftir mikilmennsku hugmyndum um Ísland innan S.Þ.

Muna eftir 2004 ruglinu með Íbúðalánasjóð.

Muna eftir undirlægjuhættinum gagnvart stórveldinu í vestri.

Muna eftir hermanginu.

...og svo ótal mörgu öðru sem hér er ekki upp talið af ,,afrekum“ flokkanna tveggja:

Styðja ekki Sjálfstæðisflokkinn né Framsóknarflokkinn, nema þau hafi verið ánægð með þessi og önnur þau tilræði við íslensku þjóðina sem flokkarnir tveir hafa staðið fyrir í áratugi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband